Morgunn - 01.06.1933, Qupperneq 24
18
MORGUNN
Þetta er fullkomin sönnun fyrir sjálfstæðri anda-skrift,
ef nokkur sönnun er fullnægjandi. Hér gat ekki verið
um nokkra blekkingu að ræða, eg hélt um hendur mið-
ilsins, hurðinni var lokað og allrar varúðar gætt eins og
áður. Spjöldunum var skilað á eftir með prýðilegri
skrift“.
Það sem ritað var á spjöldin, var alt á frönsku, og
kunni miðillinn ekkert í því máli.
8. Nepenthes.
Allar þær sögur, er eg hefi sagt hér, benda á afar
mikið eða jafnvei fullkomið sjálfstæði hinna aðkomnu
vitsmunavera gagnvart undirvitund miðilsins, og hefir
það mikla vísindalega þýðingu, og er þetta erlenda
tungumálatal og tungumálaritun þýðingarmikill þáttur í
hinu umfangsmikla sannana kerfi, er lagt hefir verið
upp í hendur mannkyninu, og líka haft áhrif á lífsskoð-
un miljóna manna.
Þó sýnistþað benda jafnvel til enn meira sjálfstæð-
is, er líkamningar tala þau mál á líkamningafundum,
er miðillinn skilur ekki og jafnvel enginn fundarmanna,
eins og kom fyrir hjá pólska miðlinum Franck Kluski.
Og ekki bendir það síður á þetta mikla sjálfstæði, ef full-
komnir líkamningar rita þau tungumál, sem hvorki mið-
illinn skilur, né heldur neinn þeirra, sem viðstaddir eru.
Þetta gerðist hjá frú D’Esperance, er hún dvaldi í Nor-
egi. Fundir hennar þar höfðu vakið feikna athygli, en
jafnframt bar á því, að hún varð sárveik eftir hvern
fund, ef fundarmenn höfðu neytt áfengis eða tóbaks.
Þetta varð til þess, að 30 manns, konur og karlar og jafn-
margt af hvoru kyninu, tóku sig saman um að neyta
hvorki tóbaks né áfengis í 3 mánuði og eftir það skyldi
halda 12 fundi með frú D’Esperance. Mátti enginn sker-
ast úr leik með það að sækja fundi og engum öðrum
veita aðgang að þeim. Miðillinn sat vaka.ndi meðal fund-