Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 27
MORÖUNN
21
verið sár söknuður að. Og eg veit það með fullri vissu, af
vitnisburði margra alvörugefinna trúmanna og þjóna mót-
mælendakirknanna, að það hefir orðið þeim kirkjudeildum
óumræðilegt tjón, sem vanrækt hafa eða vikið til hliðar
með öllu þeim trúaratriðum, sem þessir tveir messudagar
voru helgaðir.
Og þó á öll hin kristna kirkja, einnig mótmælenda-
kirkjan, 1 trúarjátningu sinni orðin um samfélag heilagra.
Er þess ekki full þörf, að kristnir menn geri sér þess nokk-
urn veginn skýra grein, hvað í þessu trúaratriði er fólgið ?
Þótt langt sé frá því, að eg geti gert það á fullnægjandi hátt,
dirfist eg að fullyrða, að raunverulegt innihald þessa at-
riðis trúarjátningarinnar sé svo mikilvægt og dýrmætt, að
enginn kristinn maður, sem hefði gert sér grein fyrir því,
vildi með nokkru móti missa það úr lífsskoðun sinni, enda
þótt hann að öðru leyti teldi ekki sameiginlegar trúarjátn-
ingar nokkurt aðalatriði.
Samkvæmt rannsóknum lærðustu guðfræðinga komst
trúaratriðið um samfélag heilagra inn í játninguna á 5.
öld. Var það á þeim tíma notað í tvennskonar merkingu:
Annars vegar um samfélag manna um það, sem þeim er
heilagt, eins og t. d. samnautn heilagrar kvöldmáltíðar, —
og hins vegar um samfélag við helga menn framliðna og
englana. Og í fornkirkjunni var þetta hvorttveggja ná-
tengt í hugum manna. Samfélagið um hið heilaga, t. d. sam-
nautn heilagrar kvöldmáltíðar, var í raun og veru vissasta
leiðin til að skapa og tryggja sér samfélagið við heilaga
menn framliðna og engla á himnum. Merkilegur er því til
sönnunar sá siður, sem víða komst á í frumkristni, að neyta
heilagrar kvöldmáltíðar við grafir hinna framliðnu. Við
þá allra helgustu athöfn fundu menn til nálægðar ástvina
sinna, sem horfnir voru, og samfélagsins við þá.
Þá verður ógleymanleg í þessu sambandi frásagan
um dauða Moniku, hinnar göfuglyndu og hi'einhjörtuðu
móður Ágústínuss kirkjuföður. Monika veiktist og dó á
Ítalíu, en heimili hennar var í Norður-Afríku. Ágústínus og