Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 51
MORGUNN
45
•öðru leyti halda það, sem þeir vilja, þá er það líklegra
lil að ávinna honum (spiritismanum) það hefðarsæti,
sem hann á skilið. Eins og nú er, þá eru það alt of margir
alvarlegir menn, sem standa fyrir utan hreyfinguna“.
Þetta eru orð höfundarins. En svo er enn eitt, sem
getur valdið því að áhugamenn séu tregir til að kalla sig
jspiritista og það er, að þeim þyki hæpið að þeir eigi svo
stórt og göfugt nafn skilið; því að í rauninni er sá einn
spiritisti, sem ekki hefir að eins sannfærzt um þær þrjár
meginsetningar, sem bréfritarinn nefndi: vissu fram-
hsldslífs, nálægð andaheims og samband við hann, held-
ur gjört þær að grundvelli allrar lífsskoðunar sinnar og
lífsbreytni. Og þá vandast málið.
En svo er að sjá, sem það sé mikill f jöldi manna, sem
vantar alveg skilyrði til að geta aðhyllzt spiritismann og
þann mikilfenglega sannleik, sem hann hefir að flytja.
Og ber þar einkum þrent til. 1) að þeir halda að þeir gjöri
sig seka um rangsnúið hugarfar, sem komi í bága við trú-
arbrögð, sem þeir hafa bundið sig með meira og minna
bókstaflegum kennisetningum ; þetta nær mjög til kirkj-
unnar manna, þótt þar eigi margir óskilið mál. 2) að efn-
ishyggjan hefir náð á þeim svo föstum tökum, að þótt
þeir jafnvel geti ekki neitað fyrirbrigðunum, þá telja
þeir, ef ekki fjarstætt, þá óheimilt að draga af þeim á-
lyktanir um framhaldslíf. Nær þetta aðallega til vís-
indamanna, þótt fjarri sé að allir eigi þar heldur óskilið
mál. í 3. lagi erskaplyndi og eðlisfar, sumir svo gjörsam-
lega frábitnir slíkum hugleiðingum, að þeir geta ekki
íengið sig til að rannsaka, hafna málinu án þess að koma
nokkurn tíma nálægt því.
Ekki svo að skilja, að ekki komi fyrir að menn úr
þessum þrem flokkum skipti um skoðun. Fjölmargir slík-
ir menn komast þó að sannleikanum, stundum fyrir ó-
vænt atvik, stundum fyrir sorgir eða aðra lífsreynslu. Og
altítt er það, að þeir menn verða þá beztu stuðnings-
menn málsins, ötulastir að rannsaka og finna sannanir.