Morgunn - 01.06.1933, Blaðsíða 80
'74
MORGUNN
þ. e. að allmikils væri um vert, ef framhaldslífið yrði
örugg' staðreynd.
En eins og alkunnugt er, tekur fjöldi manna engar
sannanir um þessa hluti gildar. Kann ekki að meta þær
og vill ekki meta þær. Og þessi þrjózka við bendingar og
:sannanir sálrænna efna fyrir tilveru mannanna eftir
dauðann er að miklu leyti sprottin upp af óbeit þeirri,
sem staðlitlar, órökvísar fullyrðingar kirkjunnar or-
:sökuðu.
Það er tvímælalaust — í mínum augum — hægara að
fá mann, sem engum áhrifum hefir af kirkjunni sætt, ung-
ur né gamall, til að meta skynsamleg rök og sannanir
:spiritista, heldur en að sannfæra um sömu efni annan,
sem þreytt hefir huga sinn við trúfræðikerfi kirkjunn-
ar, en er orðin henni fráhverfur, af því að þau gengu um
margt í gegn heilbrigðum vitsmunum hans og ályktunar-
gáfu. Óbeitin á því óskiljanlega og óskynsamlega, sem þó
er haldið fram sem sannleika, leiðist eins og ósjálfrátt
yfir á flest önnur atriði, sem eitthvað grípa inn á sömu
svið.
Og röksemdafærsla sumra þeirra manna verður
stundum svo broslega skringileg. Fyrir fám dögum
■ átti eg tal við prýðilega mentaðan og greindan mann
í bænum um miðla ljósmyndir, eða ,,andamyndir“ eins
og aðrir nefna þær.
Hann hafði nokkuð lesið um þær, en altaf álitið
þær pretti miðilsins. En væri hlutverkinu snúið við,
sagði hann, þannig, að athugandinn tæki myndina
sjálfur, en miðillinn „sæti fyrir“, og kæmi þá fram
aukamynd á plötuna, já, þá væri þar sú sönnun á
ferðinni, sem ekki léti að sér hæða. Dálítið virðist
mér þetta kynlegur hugsanaferill um kröfu til sannana
lífsins eftir dauðann.
En vitanlega hefir aukamynd all oft komið fram
undir þessum aðstæðum, hér á landi meðal annars. En
•sennilega skilst mörgum svo, að á þessu sviði tilraun-