Morgunn - 01.06.1933, Page 89
MORGUNN
83
öllu magnaðri né tekið á sig margvíslegri myndir, en
þegar um hefir verið að ræða vitneskjuna um tilveru
mannanna eftir dauðann.
Mig minnir að talið sé að yfir 30 milj. manna deyi
árlega í heiminum. En það þýðir, að um 1 maður deyr
á hverri sekúndu að meðaltali. Með öðrum orðum: Menn-
irnir berast út úr þessu lífi í óstöðvandi straum. Þeir
hrynja — eins og óheftur flaumur fossins — út í hyl-
dýpi dularfullrar framtíðar.
Væri ástæða til að kosta kapps um nokkuð annað
meira en það, að fá sem vafalausasta vissu um, hvert
þetta ótæmandi fljót mannlegra einstaklinga fellur. Hvort
það hverfur í sand auðnar og tilveruleysis, eða streymir
inn á ströndum bjartari og hærri heima.
Mönnunum hefir raunar ætíð síðan að af þeim hóf-
ust sögur, verið að berast bendingar um þessa hluti,
meira og minna óljósar að vísu, en þaðan af meira mis-
skildar alla jafna.
En fyrir stöðugar, sleitulausar athuganir og rann-
sóknir af glæsilegum grúa fræðimanna um meir en þrjá
aldarfjórðunga, er nú svo málum komið, að framhalds-
líf mannanna má telja staðreynd.
Bjarmi hins sigrandi sannleika hefir brotist gegn
um þokuþykkni vanþekkingar og hleypidóma. Og það er
sálugæddum mönnum samboðnast að ganga með opin
augu móti slíkri birtu.
6*