Morgunn - 01.06.1933, Síða 121
M 0 E G U N N
115
Kristur. Þetta var sama andlitið og augun virtust biðja
mig vera velkomna. Hann var umkringdur dýrlegum
verum, sem virtust stöðugt vera að koma og fara. Eg
stóð og horfði á þetta og við og við komu sendiboðar með
einhverjar fréttir, sem ollu því, að andlit hans ijómaði
af fögnuði, og eg færði mig nær til þess að geta heyrt,
hverjar fréttir þetta mundu vera. Eg fann til svo mikils
hita af kærleik og þakklæti til hans, sem hafði komið
mér heim heilu og höldnu, að mig langaði ósegjanlega
til þess að gera eitthvað, sem sýndi þakklæti mitt, og
eg sagði við sjálfa mig: Ef eg gæti komið þessum fagn-
aðarsvip á andlitið á honum, þá vildi eg alt til þess vinna.
Rétt í sama bili kom sendiboði og sagði honum frá
vesölum ofdrykkjumanni, sem hefði verið fenginn til þess
að treysta honum og hætta að drekka. Annar sagði frá
barni, sem hefði gefið honum sitt unga hjarta; og aftur
fór um andlit hans þessi svipur óumræðilegs fagnaðar.
Eg fór að gráta og sagði við sjálfa mig: Hvað eg skyldi
haí'a lagt mikið á mig, ef eg hefði að eins gert mér grein
fyrir því, meðan eg var á jörðinni, hverju máli það skifti
fyrir hann, að einhverjum syndara sé bjargað! Og eg
vaknaði grátandi og með fögnuð út af því að þetta var
ekki annað en draumur og að eg var enn á jörðunni, þar
sem syndarar voru, er þörf var á að bjarga“.
Mr. Hill gerir eftirfarandi athugasemdir við þessa
sögu:
„Eðlilega liggur það beint fyrir háðfuglunum aö
henda gaman að því, að meistarinn birtist sjálfur í nú-
tíðarbúningi Englendinga og tali þeirra tungu. Það er
svo auðvelt að segja, að þetta hafi verið skynvilla, eða
að konan hafi verið örþreytt og sofnað og dreymt þetta
alt, og að sú tilfinning vinar hennar, að einhver ástrík
vera væri nálægt honum, hafi ekki verið annað en til-
viljun. Og sannarlega kannast eg við það — og kannast
við það með fúsu geði — að í þessu eru ekki neinar sann-
8*