Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Page 6

Morgunn - 01.12.1947, Page 6
84 MORGUNN rannsóknir, voru þessar: Allar hugsanlegar varúðarráðstaf- anir voru gerðar til þess að fyrirbyggja svik. Um Evu, mið- ilinn, er það að segja, að svo miklu leyti, sem séð verður, að hún hafi ekki verið neitt verri, ef ekki betri en félagar hennar. Áköf deila hafði komið upp áður um tilraunir, sem með hana höfðu verið gerðar í Algier árið 1906, en prófessor Richet og aðrir rannsóknamenn höfðu ekki fundið neina ástæðu til að tortryggja hana. Samt voru gerðar hinar ýtrustu varúðarráðstafanir. Lykilinn að tilraunaherberginu bar Madame Bisson sjálf í vasa sínum. Eva var látin fara í séi’stakan klæðnað, þegar hún kom inn í herbergið og af- klæðast honum, þegar hún fór út úr því. Læknar voru látnir rannsaka hana nákvæmlega. Ljósin í tilraunaherberginu voru smáaukin, unz logaði á sex sterkum rafmagnslömpum, sem báru rauða birtu, því að það er um þessi fyrirbrigði eins og ljósmyndaplötuna, að þau þola ekki aðra birtu en rauða. En þýðingarmest var það, að mörgum ljósmynda- vélum, að lokum átta, var beint að miðlinum úr öllum horn- um herbergisins og þær tóku stöðugt og óvænt myndir af henni með leifturljósum, svo að engin hreyfing hennar (mið- ilsins) gat farið fram hjá Ijósmyndavélunum. Tvö hundruð og ein 1 jósmynd var þannig tekin og þær allar birtar í skýrsl- unum eftir á. Með nokkrum hvildum var fundunum haldið áfram í fjögur ár, ekki aðeins með þeim Madame Bisson og þýzka lækninum, heldur einnig með mörgum vísinda- mönnum, sem tóku þátt í rannsóknunum, og voru nöfn þeirra birt. Að mínu viti eru niðurstöðurnar af þessum rannsóknum einhverjar þær merkustu, sem fengist hafa af nokkrum vísindarannsóknum. Það var staðfest með vitnum Og sýnt með ljósmyndum, að út frá slímhimnunum (muscous mem- branes) miðilsins og stundum einnig út úr hörundi hennar, streymdi þetta sérkennilega, límkennda efni. Myndirnar eru einkennilegar og undraverðar, en mörgu er þann veg farið í náttúrunnar ríki fyrir vorum augum. Á myndunum sést þetta rákaða, límkennda efni hanga eins og ísströnglar

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.