Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Page 27

Morgunn - 01.12.1947, Page 27
M O R G U N N 105 lííkamningafyrirbrigðum yfirleitt, og hvers fundarmönn- um einkum bæri að gæta í sambandi við þau. Kl. 8,35 kom miðillinn inn og settist í byrgið. Þá var sunginn sálm- ur, flutt bæn og síðan sungið á ný. Síðan stóð miðillinn upp úr stóinum, gekk fram og sagði, að stjórnendurnir væru komnir og minntist sérstaklega nokkurra þeirra. Síðan hóf hann skyggnilýsingar. Ávarpaði hann konu í öðrum hring, frú önnu Kristjánsdóttur, Sóleyjargötu 5, og sagðist sjá við hlið hennar dökkhærða veru, með dökkt skegg og brúnleita á hörund. Kvað hann þessa veru vera verndaranda hennar, er daglega væri með henni, henni til verndar og hjálpar. Hann kvaðst sjá, að kona þessi hefði átt við erfiðleika að stríða, en sigrazt á þeim, og ætti hún það mjög að þakka þessari veru, sem hjá henni væri. (Að fundi loknum tjáði frúin mér, að þegar Horace Leaf var hér, fyrir um ári síðan, hefði hann séð hjá sér og lýst veru, sem mjög væri lík þessari, og gæti vart hjá því farið, að hér væri sömu veruna að ræða). Hjá frú Ástu Kristjánsdóttur, Hringbraut 110 kvaðst miðillinn sjá aldraða konu, nokkuð gránaða í vöngum, með fléttur og sjalklút á herðum. Fremur væri þetta lág kona en nokk- uð gildvaxin. Hann þóttist sjá skyldleikaband og gat þess til, að konan væri móðir hennar. Frúin kvaðst ekki hafa kannazt við þessa konu. Kl. 8,45 hóf Benito að tala af vörum miðilsins. Hann lýsti því starfi sínu, að taka á móti þeim, sem flytjast héð- an. Hann kvaðst hafa setið við dánarbeð margra manna hér á jörðu, bæði hjá þeim, sem þráðu umskiptin, og lika hinum, sem væru órólegir og kviðu fyrir þeim. En það væri ástæðulaust að óttast dauðann, þvi að hann kæmi til vor eins og vinur. Síðan talaði Míka nokkur orð. Hann sagði, að fundar- gestirnir yrðu að hafa það hugfest, að það væri ekki ein- göngu undir miðlinum og stjórnendum hans komið, hversu fyrirbrygðin tækjust hverju sinni, heldur réðu fundar- menn sjálfir þar miklu um, eftir því, hve hugir þeirra væru

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.