Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 30

Morgunn - 01.12.1947, Side 30
108 MORGUNN Þessu næst kom fram vera, sem beygði sig yfir frú önnu Bjarnadóttur, frá Reykholti, og kvaðst vera verndari henn- ar. Þá kom fram Ríta enn á ný, síðan Jóhannes og síðan mjög stór vera, er nefndi ekki nafn sitt. Þessu næst kom kona, sem virtist vera í mjög mikilli geðshræringu og átti erfitt með að tala. Hún beygði sig að Gunnari Kvaran og sagði: „Elskulegi Gunnar“, veikum rómi. Þá kom fram Pétur, er talað hafði í upphafi fund- arins, og síðan vera, er nefndist Vilborg (Guðnadóttir?) Að lokum kom Ríta enn og sneri sér að Jónasi Þor- bergssyni, útvarpsstjóra. Hún sagði honum, að hann mætti standa upp og.fylgja sér inn fyrir tjaldið til mið- ilsins, tók um handlegg hans og leiddi hann inn í byrgið, og heyrðust þau tala saman þar inni nokkra stund. Síðan leiddi hún hann aftur út. Jónas lýsti því yfir, að hann hefði tekið um báðar hendur miðilsins, þar sem hann hvíldi í stól sínum, en samtímis hefði Ríta klappað sér um höf- uðið. Þetta var síðasti sálgerfingurinn, sem birtist á fund- inum, og var þá klukkan 9,32. Sveinn Víkingur.“ (sign.). Jónas Þorbergsson segir svo frá: „Skyndilega kom Ríta fram, þar sem ég sat næstyztur vinstra megin í hringnum. Hún heilsaði mér að nýju. Síðan talar hún til mín og segir: „Jónas, settu hendur þín- ar aftur fyrir bakið og láttu þá, sem sitja hjá þér (sitt á hvora hönd) taka höndum saman og losaðu þig úr hringn- um. Þegar ég hafði þetta gert, hélt hún áfram: „Nú máttu standa upp og koma til mín.“ Ég þokaði mér nær henni, en hún tók hægri hendi sinni léttilega um vinstri olnboga minn og sagði mér að víkja mér til, svo að ég snéri að áhorfendum. Síðan segir hún: „Nú sjáið þið, að við stönd- um hér hlið við hlið.“ Og fleira sagði hún í því sambandi, sem ég man ekki orðrétt. Loks segir hún við mig: „Þú mátt gjarna koma með mér inn í byrgið.“ Hún heldur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.