Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 53

Morgunn - 01.12.1947, Side 53
MORGUNN 131 1867 til 1894, en S. M. fékk lausn 1885. Má því svo segja, að á fyrra aldarhelmingi bæri skólinn svip þessara þriggja öndvegismanna. Þeir voru allir frá Kaupmannahafnarhá- skóla, en þá höfðu um alllangt skeið verið í Danmörku frægir og stórlærðir guðfræðingar. Og þótt uppi væri þar um og eftir aldamótin 1800 svo kallaður ,,rationalismi,“ skynsemisstefna, þar sem mikill' lærdómsmaður, H. N. Clausen (1793-1877), stóð einna fremstur, og þótt þeirrar stefnu þætti að nokkru gæta hér á landi, t. d. í aldamóta- sálmabókinni og prédikunum Árna biskups Helgasonar, þá sveif þó yfir vötnum danskur guðfræði andi manna eins og S. Kirkegaards, Grundtvigs, Mynsters og Martensens. Og þó að þá greindi á, varð niðurstaðan sú, að íslenzki Prestaskólinn tók í arf með fyrstu lærifeðrum sínum hrein- an „orþódoxan" (,,rétttrúaðan“) Lúterdóm, þar sem helzt engu átti að geta skeikað, og bar hæst kenningu Martensens og trúfræði hans, sem fi’æg er og þýdd á önnur tungumál, en hún var einnig aðaltrúfræðin, sem hér var kennd. Kennslan í skólanum fór fram með fyrirlestrum, er stúdentarnir rituðu eftir upplestri kennara, eða þegar fram í sótti og fyrirlestraheftunum (Collegium) fjölgaði, að þau gengu í arf frá einum kandidat til annars stúdents, sem á eftir kom, ef þá kennari ekki ætlaði að breyta um til muna og bæta nokkuð um, svo rita þyrfti á ný. Fyrirlestrum Péturs biskups minnist ég ekki að hafa kynnzt á námsárum mínum, 1882—4. Aðalkennarar á þeim árum voru Sigurður Melsteð, lector, og Helgi Hálfdanarson, fyrsti kennari, og höfðum vér nemendurnir á þeim mætur og mikla virðing fyrir auðfundinn lærdóm þeirra og alla framgöngu, og gjörðum vér að því leyti á þeim engan ann- an mun en þann, að H. Hálfd. hélt eindregnar með ströng- um rétttrúnaði en S. Melst. lét meira á vald nemenda sjálfra að velja og dæma um. Ekki munu þeir hafa notazt við fyr- irlestra dr. Péturs. Ég og félagar mínir vorum síðasti ár- gangurinn, sem S. Melsteð útskrifaði, árið 1884. Auk þeirra kenndi séra Eiríkur Briem, og var hann einnig mikils virt-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.