Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 59

Morgunn - 01.12.1947, Side 59
MöRGUNN 137 hinir stóru hlutir í lífinu, en á þessu augnabliki vissi ég lítið um það, að á næsta augnabliki biðu mín sannarlega stórkostlegir hlutir. Ég stóð nú þarna andspænis þessari spurningu: á ég að vikja honum burt úr huga mínum og hugsa um hann aðeins eins og endurminning um hið liðna, eða á ég að hugsa um hann eins og hann sé lifandi enn? En þá var eins og hugsun mín stöðvaðist skyndilega. Ég skynjaði þá, að hann væri hluti af sjálfri mér, og að ef ég væri lifandi, gæti hann ekki verið dáinn. Og í sömu svipan skynjaði ég djúp í minni eigin veru, sem ég vissi ekki um og hafði enga hugmynd um áður. Ég veit eigi hvort ég á að segja að ég hafi kafað niður í eða náð upp til þess í sjálfri mér, sem er ódauðlegt, óforgengilegt, og ég fann að var óleysanlegum böndum tengt við aðra óforgengilega sál. Ég skynjaði, að þetta sjálf míns eigin eðlis var eilíft, átti sjálfstæða tilveru, og að dauðinn var ekki annað en augnabliksatvik, sem leið hjá, eins og skýið, sem á leið sinni um himininn líður fram hjá sólinni og skyggir á hana um stund. Því næst fór ég að hugleiða, hve auðug vera hans hafði verið að kærleika, þar sem hann hefði verið elskaður svo mjög af öllum; og þá kom skyndilega nokkuð fyrir mig: með lotningarblöndnum ótta skynjaði sál mín Kærleik- ann sjálfan, sem hinn guðlegi uppruna allra hluta, og mér vitraðist hulin og sístreymandi lind allrar tilveru. Þetta kom eins og leiftur dulrænnar innsýni, og á sama augna- bliki fann ég, að allt breyttist. Ég skynjaði, að ég hafði komizt í snerting við veruleika lífsins, að ég hefði fundið. Alla ævi mína hafði ég verið að leita, leit mín hafði verið tvisvar sinnum erfiðari vegna þess uppeldis, sem ég hafði hlotið. Við vorum níu í fjölskyldunni. Sem börn og unglingar höfðum við verið alin upp í ströngu og fálátu heimilislífi. Mikil áherzla hafði verið lögð við að rækta vitsmunalíf okkar, en tilfinningalífið vanrækt, og þótt fjölskyldan væri samrímd, var það ekki siður hjá okkur, að láta tilfinningar sínar í ljós. Afleiðingin af þessu upp-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.