Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Side 60

Morgunn - 01.12.1947, Side 60
138 MORGUNN eldi fyrir mig var sú, að hátign kærleikans í tilverunni, var mér lokuð bók. Samt hafði ég mjög mikla og sterka tilhneiging til kærleika, og ég geri ráð fyrir, að það hafi verið vegna þess, hve hungruð ég var eftir honum í upp- eldi mínu og fékk hann ekki. En afleiðing alls þessa varð aftur sú, að ég reyndi að umvef ja börnin mín þeirri ástúð, sem ég hafði farið á mis við og saknað sjálf. Á þessu augnabliki, sem ég var áður að segja frá, kom- ust djúp veru minnar í samband við hina guðlegu djúp, sem mér höfðu vitrast í innri sýn. Ég skynjaði, að hinn guðlegi kærleikur, ummyndaður og ummyndandi, gaf sálu minni líf. Mér fannst hann streyma í gegn um alla veru mína, bræða allt hið harða, sem í sál minni bjó, brjóta niður þann vegg, sem utan um mig var, hreinsa mig og endurskapa og fylla mig meiri kærleika til meðbræðra minna og -systra en ég hafði nokkuru sinni áður þekkt, þótt ég hefði áður reynt, að sýna miskunnsemi öðrum mönnum og hjálpa þeim. Dagana og vikurnar, sem nú fóru á eftir, færðu mér mikla áreynzlu og mikil átök, því að þótt ég héldi áfram að öllu mínu ytra hversdags- lega lífi, streymdi ný, andleg þekking stöðugt yfir mig. Mér fannst þetta hljóta að vera endurfæðing, hin nýja fæðing, sem Kristur talar um. Það var eins og mér hefði verið þrýst inn í andlega heiminn, og ég hlaut þekking á honum af sjón og reynd. Þetta var algerlega nýtt lífssjón- armið fyrir mig. Það var eins og ég sæi lífið frá allt öðr- um sjónarhóli, eins og ég sæi það að ofan eða að innan. Það fékk allt nýja merking fyrir mig. Sumir hlutir fengu algerlega nýtt gildi fyrir mig, vegna þess að áður hafði ég aðeins haft vitneskju um þá, en nú hafði ég reynt þá. Ég get ekki skýrt nákvæmlega frá þessum einkennilega tíma ævi minnar, en ég upplifði ósegjanlega hamingju þrátt fyrir sorg mína, sorgin hafði ummyndast í fögnuð. Síðar, þegar ég fór að kynnast dulspekinni, mystikinni, og lesa um hana, varð mér ljóst, að ég vissi það, sem dul-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.