Morgunn


Morgunn - 01.12.1947, Page 66

Morgunn - 01.12.1947, Page 66
I vöku og svefni Kona ein, að nafni frú Ólöf Jónsdóttir, búsett í Vest- mannaeyjum, var á ferð hér í Reykjavík á liðnum vetri. Átti hún erindi við mig og þar þá dulrænu málin á góma. Kvaðst hún sjálf hafa orðið fyrir nokkurri reynslu í þá áttina og sagði mér nokkur dæmi þess. Með leyfi hennar skrifaði ég sögur hennar, og með leyfi hennar eru þær birtar hér. — Ritstj. Skipshöfnin i eldhúsinu. Guðmundur Guðmundsson hét maður úr Landeyjum, sem þafði búið hjá okkur hjónunum um 2 ára skeið. Var hann formaður á bát, sem fsak hét. Veturinn 1913? skall á ofsaveður, sem margir bátar úr Eyjum urðu fyrir, og þegar fram leið á daginn var bátur Guðmundar talinn af. Um kvöldið lagðist ég til svefns að venju, en gat ekki sofnað fyrr en um fimmleitið um morguninn. Þá hrökk ég bráðlega upp aftur við það, að einhverjir voru í eld- húsinu. Ég dreif mig i fötin og fór fram, en í eldhúsinu sá ég Guðmund sitja við borðið og fleiri menn, sem ég, af einhverjum ástæðum, gaf ekki gaum. Varð ég glöð við og segi við Guðmund „Guði sé lof, að þú ert kominn, Guð- mundur, nú skaltu fá góðan kaffisopa," en Guðmundur var mikill kaffimaður. Sneri ég mér þá að eldavélinni en heyrði um leið, að Guðmundur segir: „Nei, Ólöf, nú þarf ég ekki kaffi.“ Varð mér undarlega við, því að það var alls ekki venja hans, að neita kaffinu. Sneri ég mér þá snögg- lega að honum, en sá ég þá aðeins votta fyrir mannsmynd,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.