Morgunn - 01.06.1973, Side 7
YFIRLÝSING
5
um borgarar í þjóðfélagi heimsins og lýsum stuðningi vor-
um við Sameinaðar þjóðir, sem geta stjórnað hnetti vor-
um í þágu hagsmuna mannkynsins ails.
Þessi hnöttur tilheyrir fólkinu sem býr á honum. Vér höf-
um því rétt til þess að breyta honum, endurskapa og gæða
hann lífi.
Líf í geimnum er ótrúlega sjaldgæft. Það verður að vernda
það, virða það og ldúa að því.
Vér heitum að beita öllu andlegu og líkamlegu afli voru til
þess að vemda mannlífið og kappkosta að grípa ldn gullnu
tækifæri sem gefast til þess að gera líf mannsins fegurra og
betra á vorum tímum.
Ávarp það, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, undirrituðu
fyrst 88 merkir menn frá 32 þjóðlöndum; margir þeirra lieims-
frægir á sviðum visinda, Hsta og stjórnmála. Þeir hvetja nú alla
góða menn til þess að bæta nöfnum sínum við undirskriftir
þeirra, svo þeir skipti hundruðum þúsunda eða jafnvel milljón-
um, sem með þessum hætti lýsa alhuga stuðningi við velferð
mannkynsins alls og leita leiða til þess á hagkvæman og áhrifa-
mikinn hátt.
Þeir hafa komið á fót stofnun í Ottawa í Iíanada, sem ber
nafnið Planetary Citizen Registry1) og gefur út heimsborgara-
bréf fyrir þá, sem vilja bera þau.
Þetta er eins konar alheims-vegabréf, hugsað til bráðabirgða,
þangað til Sameinuðu þjóðimar eða einhver önnur alþjóðasam-
tök gefa út slíkt vegabréf. Nú þegar er hafin barátta fyrir op-
inberri viðurkenningu á slíkum bréfum hjá ríkisstjómum
hinna ýmsu landa.
Maður getur notað slíkt vegabréf til þess að sanna hver hann
er og eru menn hvattir til þess að sýna það, þegar ferðazt er
milli ríkja og fá það viðurkennt og stimplað af réttum aðilum.
Þetta nýstárlega vegabréf er byggt á 12. grein Alþjóðsam-
þykktarinnar um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi manns-
ins, en þar stendur:
1) Heimilisfang: 63 Sparks Street, Ottawa, Canada KIP 5A6.