Morgunn - 01.06.1973, Side 9
GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON:
TVÆR FRÁSAGNIR
Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður, er óvenjulega næmur fyrir
sambandi við hinn ósýnilega heim, eins og eftirfarandi frásagnir bera vott
um. En hann er ekki einungis berdreyminn og bænheitur. Hann er eiim
þeirra manna, sem virðast geta losnað úr likama sinum og ferðazt með ógn-
arhraða til fjarlægustu staða, eins og fram kom í hinni merkilegu frásögn
Guðmundar um skilaboðin til Haralds Björnssonar leikara í 2. hefti Morg-
uns 1971.
Fólk með þessa dulrænu hæfileika er nú rannsakað visindalega af dul-
sálarfræðingum viða um heim. Ritsíj.
I
TVEIR DRAUMAR UM FRAMKVÆMDABANKANN
Sumarið 1959 bjó ég á Akureyri og rak þaðan útgerð mína,
og þar á meðal fiskverkunarstöð.
Sumar þetta hafði ég unnið að þvi, við Framkvæmdabank-
ann í Reykjavík, að fá lán út á nýbyggt hús, sem ég hafði reist
á stöðinni.
I október þetta haust fékk ég tilkynningu frá bankanum um
að mér yrði veitt umbeðið lán. Fór ég þvi til Reykjavíkur til
að ganga frá lánsskjölum þar að lútandi næsta dag og gisti að
Hótel Borg.
Fyrstu nóttina dreymdi mig, að ég væri kominn að anddyri
Framkvæmdabankans, sem var í húsi Garðars Gíslasonar h.f.
Sá ég þá, að búið var að negla fyrir anddyrið og alla gluggana
á hæðinrd, sem Framkvæmdabankinn hafði til umráða. Þótt-
ist ég þá ganga einn hring í kringum húsið, en komst hvergi
inn, og sneri því til balca og heim á hótelið.
Hrökk ég þá upp frá draumnum og tók að hugsa um þýð-
ingu hans. Þóttist ég fullviss um, að merking hans hlyti að vera
sú, að ég mætti ekki einhverra hluta vegna taka fyrrgreint lán.