Morgunn


Morgunn - 01.06.1973, Síða 15

Morgunn - 01.06.1973, Síða 15
FIMM ÆVINTÝRI SKRIFUÐ ÓSJÁLFRÁTT AF GUÐMUNDI KAMBAN SKÁLDI 17 ÁRA Dagana 18., 19., 25. og 26. marz árið 1906 gerðist það undur í Reykja- vik, að 17 ára gamall piltur i 2. bekk Menntaskólans tók að skrifa ævintýri ósjálfrátt. Hann hafði ekki minnslu hugmynd um það sem hann var að skrifa fyrr en á eftir, þegar hann eða aðrir höfðu lesið það. Þó las hann það stundum jafnóðum og blýanturinn skrifaði. 1 eitt skipti var sú tilraun gerð, að binda fyrir augu hans, þegar hann varð fyrir þessum dulrænu áhrifum, en það virtist engu máli skipta. Hann skrifaði engu að siður jafnviðstöðu- laust, glöggt og línurétt. Þessi piltur hét Guðmundur Jónsson og var frá Bakka í Arnarfirði. Hann varð síðar þjóðkunnur sem skáld og rithöfundur undir nafninu Guð- mundur Kamban. Ösjálfráð skrift er engin nýlunda í heiminum fremur en önnur dulræn fyrirbæri og vafalaust jafngömul skriftinni sjálfri. Þegar liið mikla sagnaskáld Breta, Charles Dickens dó árið 1870 var liann hálfnaður með skáldsöguna Edwin Drood. Þrjátíu árum síðar tók ómenntaður verkamaður í New York að skrifa ósjálfrátt framhald sögunn- ar. Var stílbragð, orðfæri og allur andi þessa söguhelmings svo líkt Dickens, að færustu bókmennta-sérfræðingar þeirra tima gáfust upp á þvi að greina þar á milli. Þá má geta þess, að einn af merkustu brautryðjendmn spiritismans, enski kennimaðurinn William Stainton Moses (1830—92) skrifaði einnig ósjálfrátt frægustu bók sina Spirit Teachings. Sýndi hann mikið hugrekki með útgáfu þessarar bókar, þvi þar var kreddum og kenningum hans eigin kirkju boðið byrginn, og bókstafstn'mni yfirlcitt. Þá má og nefna William T. Stead, hinn fræga sálarrannsóknamann og mannvin, sem rétt fyrir aldamótin gaf út bók, sem margir Islendingar hafa lesið, Bréf frá Júlíu, sem hann skrifaði ósjálfrátt. 1 sambandi við merkar bókmenntir skrifaðar ósjálfrátt er dæmið um frú Curran i Missouri í Bandarikjunum liklega frægast. Árið 1913 komst hún með hjálp ouija-borðs í samband við veru, sem kallaði sig Patience Wortli og kvaðst hafa látizt á seytjándu öld. Þetta dularfulla samband ómenntaðrar ameriskrar húsfreyju og seytjándualdar-rithöfundarins Patience Worth hélt áfram allt til dauðadags hinnar fyrrnefndu árið 1937. En þá var hún búin að skrifa sex skáldsögur og þúsundir ljóða eftir fyrirsögn hinnar látnu veru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.