Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 19
FIMM ÆVINTÝRI
17
„Nei, komið þið sæl, mamma og pabbi!“ sagði stúlkan; hún
sá þama aftur fósturforeldra sína. —
„Ha, erum við heima?“ spurði stúlkan; henni fannst allt
jafn-vinalegt og meðan hún átti heima hjá þeim. Jafn-vinalegt!
Nei, þúsund — þúsund sinnum vingjamlegra! Og það var líka
von, því að hún var hjá guði. Og englamir komu í hópum til
hennar, og allir vildu verða fyrstir til að rétta henni blómin,
þvi að hún var svo góð stúlka.
Nú missti amma gamla niður lykkju og gekk út að gluggan-
um til að taka hana upp.
„Já, amma! Hvo so? Hvað so, amma?“
Amma gamla settist aftur á rúmið og hélt áfram sögunni.
„Hva so, amma? Hvað so?“
Já, svo var litla stúlkan alltaf hjá guði, og þar grét hún
aldrei og átti aldrei bágt. Hún hafði aldrei getað hugsað sér
slíka sælu! Hún vildi bara að allir mættu njóta hennar. Og svo
spurði hún englana, hvort hún mætti ekki fljúga — þvi að nú
gat hún flogið eins og lítill svanur, nei — eins og lítill engill
— hvort hún mætti ekki fljúga heim til mannanna og biðja þá
alla að vera góða menn, svo að þeir fengi að vera hjá giiSi þeg-
ar þeir dæi. — Dæi! Nei, nei, nei, þeir dóu aldrei! — englun-
um þótti svo vænt um kærleika stúlkimnar, sem var svo ung
og lítil, og gáfu henni miklu fleiri blóm en áður. — En blómin
voru orð af vörum englanna. — Og á öll blómin stóð skrifað:
„Gii8 er kærleikur!“
— Já, guð var kærleikur, og þess vegna mátti hún fara. Að
hugsa sér! Hún mátti þá áreiSanlega fara til mannanna til þess
áS birta þeim kærleika guSs! — Og svo fór hún, og englamir
fylgdu henni. Og nú varð henni ekkert kalt, hvemig sem hríð-
amar dundu á, af þvi að hún var orðin engill, — og englunum
verður aldrei kalt í jarðnesku hríðimum. — Og svo hélt hún
áfram, þangað til hún kom að bænum, sem henni var úthýst á.
„Til hans Þórðar á Hnjúki?“ spurði Stína.
„Ekki, vitleysan í þér, bam“, sagði amma gamla.
„Já, og hvað so?“ spurði Stína.
Já, svo komu hríðamar aftur, blind-ösku-bylur, grenjandi
2