Morgunn - 01.06.1973, Page 25
FIMM ÆVINTÝRI
23
en ekki nema á daginn, — því á nóttunni kyssir hver dropi
hvern stein, sem verður á vegi hans, — þvi þá sér enginn til!
Þama fremst í gljúfrunum, sem fossinn er, og þama neðar í
dalnum, þar sem fjöllin vikja meir til hliðanna, eins og þau
æth að breiða faðminn á móti sléttunni, af því að hún er frjáls!
Þama, sem skógurinn daglega mænir upp eftir f jallinu og ár-
lega vex upp eftir þvi, — teygir sig upp hlíðamar og sendir
veikustu hrislumar á undan, svo að ekki sé hundrað í hætt-
unni, þó einhver mótspyma mæti þeim. Þama, sem fjallsval-
inn kemur ofan frá brúninni og hvíslar undurlágt, svo að eng-
inn heyri nema skógurinn, hve viðsýnið sé fagurt af fjalls-
egginni, — og við það örfast skógurinn og herðir enn meir á
hrislunum. -— Þama, sem öminn kemur ofan frá hömrunum,
bregður sér sem allra snöggvast niður í skóginn, og segist —
til að striða honum — hafa heyrt allt samtalið! Þama, sem
döggin vakir, þegar blómin sofa, — langar til að sofna, en má
það ekki, því að hún á að vaka yfir blómunum, — og svo vakir
hún! Þarna við fjallsrætumar, þar sem smárinn vaknar og sér
morguninn biða dreymandi efst uppi á fjallatindunum, — og
hann kemur ekki niðm' í dalinn fyrr en draumamir rætast! —
Þama, sem englamir vildu helzt vera, ef þeir vildu nokkurs-
staðar vera á jarðríki! Þarna, sem sólin skín allan daginn, þar
búa mennimir í — jarShúsum!
Ljósahvoll var eini bústaðurinn í dalnum, sem naut í fullum
mæli allrar fegurðarinnar þar og útsýnisins. Hann stóð á há-
um hól í miðjum dalnum. Rétt fyrir neðan túnið rann áin.
Hún dró nafn af bænum og hét Ljósahvolsá.
Langt upp með ánni lágu rennsléttar grundir, og þær tóku
ekki enda fyrr en uppi í stórum hvammi, upp við Ljósadals-
foss. Þaðan rann áin í einlægum bugðum niður dalinn.
Það var ekki að furða, þó að mönnum þætti gott að koma að
Ljósahvoli. Landslagið fegra en víðast hvar annars staðar á