Morgunn


Morgunn - 01.06.1973, Page 27

Morgunn - 01.06.1973, Page 27
FXMM ÆVINTÝRI 25 henni sé fórnað, — og að minnsta kosti a það ekki sizt við um móðurástina. — Systir hans hafði ávallt verið mjög þunglynd, og sjúkdómur bróðurins jók enn meir á þunglyndi hemiar. Henni fannst sólargeislarnir oftast vekja sig heldur snemma á morgnana; hún var alltaf of þreytt til að fara svo snemma á fætur. Einn morgun um vorið vaknaði hún og leit út um gluggann. Sólin skein ekki nú, eins og vant var, inn í herbergið hennar. Geislamir höfðu orðið of seinir. Þeir voru að reyna að vekja steinana frammi í dalnum með hressandi yl, — en tókst það ekki! Hún leit aftur út um gluggann — leit yfir daliim, — en hvað nú var bjart uppi í Ljósahvammi, — upp á fjöllin. — Jú, fjöllin voru vöknuð, — en ekki farin að klæða sig. — Og svo fóru þau að klæða sig. „Hvar er sokkabandið mitt, mamma?“ spurði Bæjarfjallið. „Héma!“ sagði Sólin, — hún spennti sokkabandinu um fót- inn á því, glitofnu geislabandi. Þórdísi langaði á fætur. Hún vildi ekki sjá meira af náttúr- unni í gegnum gler. — Og svo klæddi hún sig. Hún gekk upp með ánni, upp í Ljósahvamm, sleit upp nokkrar týsfjólur við og við á leiðinni, lyktaði af þeim, fleygði þeim burt og sleit upp aðrar nýjar, þangað til hún kom í hvamminn. Þar settist hún niður. Nei, hún gat ekki legið kyrr í þessu blessaða veðri. Svo gekk hún að fossinum. í stað þess, að niðurinn var svæfandi i hvamminum, var hann hressandi og lífgandi á gilbarminum. Hún leit allra-snöggvast í kringum sig, niður eftir dalnum, heim að bænum, og aftur niður í gilið. Hvað fossinn var tign- arlegur núna, langtignarlegastur af öllu í dalnum! Fossúðinn huldi næstum því hamravegginn hinum megin, alveg eins og þunglyndisúðinn huldi hennar eigin hugsanir. Svo féll steinn niður af gilbarminum. tJðamökkurinn leystist sundur, og þama sást í — kolsvartan hamravegginn! — En steininn sá hún ekki. Hann var kominn rúður i hringiðu fossins. Skyldi þunglyndismökkurinn hennar leysast svona sundtn? — Og skyldi það verða steinn, sem rýfur hann? — Hugsanir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.