Morgunn - 01.06.1973, Page 27
FXMM ÆVINTÝRI
25
henni sé fórnað, — og að minnsta kosti a það ekki sizt við um
móðurástina. — Systir hans hafði ávallt verið mjög þunglynd,
og sjúkdómur bróðurins jók enn meir á þunglyndi hemiar.
Henni fannst sólargeislarnir oftast vekja sig heldur snemma
á morgnana; hún var alltaf of þreytt til að fara svo snemma
á fætur.
Einn morgun um vorið vaknaði hún og leit út um gluggann.
Sólin skein ekki nú, eins og vant var, inn í herbergið hennar.
Geislamir höfðu orðið of seinir. Þeir voru að reyna að vekja
steinana frammi í dalnum með hressandi yl, — en tókst það
ekki! Hún leit aftur út um gluggann — leit yfir daliim, — en
hvað nú var bjart uppi í Ljósahvammi, — upp á fjöllin. — Jú,
fjöllin voru vöknuð, — en ekki farin að klæða sig. — Og svo
fóru þau að klæða sig.
„Hvar er sokkabandið mitt, mamma?“ spurði Bæjarfjallið.
„Héma!“ sagði Sólin, — hún spennti sokkabandinu um fót-
inn á því, glitofnu geislabandi.
Þórdísi langaði á fætur. Hún vildi ekki sjá meira af náttúr-
unni í gegnum gler. — Og svo klæddi hún sig.
Hún gekk upp með ánni, upp í Ljósahvamm, sleit upp
nokkrar týsfjólur við og við á leiðinni, lyktaði af þeim, fleygði
þeim burt og sleit upp aðrar nýjar, þangað til hún kom í
hvamminn. Þar settist hún niður. Nei, hún gat ekki legið kyrr
í þessu blessaða veðri. Svo gekk hún að fossinum. í stað þess,
að niðurinn var svæfandi i hvamminum, var hann hressandi
og lífgandi á gilbarminum.
Hún leit allra-snöggvast í kringum sig, niður eftir dalnum,
heim að bænum, og aftur niður í gilið. Hvað fossinn var tign-
arlegur núna, langtignarlegastur af öllu í dalnum! Fossúðinn
huldi næstum því hamravegginn hinum megin, alveg eins og
þunglyndisúðinn huldi hennar eigin hugsanir. Svo féll steinn
niður af gilbarminum. tJðamökkurinn leystist sundur, og
þama sást í — kolsvartan hamravegginn! — En steininn sá
hún ekki. Hann var kominn rúður i hringiðu fossins.
Skyldi þunglyndismökkurinn hennar leysast svona sundtn?
— Og skyldi það verða steinn, sem rýfur hann? — Hugsanir