Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 28
26
MORGUNN
hennar urðu enn þunglyndislegri, enn óljósari. 1 þessu indæla
góðviðri, á þessrnn undur-bjarta vormorgni gat hún ekki um
annað hugsað en kvöld, um vorkvöld eins og hún mundi það
fegurst, að sólin væri að setjast, væri að kveðja hana, og þegar
að því kæmi, að hún settist, þá hyrfi hún eins fljótt sjónrnn
hennar og steinninn áðan. En svo tók hún eftir því, að það var
ekkert líkt með sólina og steininn. Hún hafði ekki séð steininn
nema í þvi hann rauf úðann. Og svo hafði steinninn hrapað!
En sólin hrapaði ekki!
Hún stóð upp, gekk beint niður með fossinum, og raulaði
þessar vísur:
Fögur hnígur langdegis-sólin í sæ,
svefni bregður döggin í grátmildum blæ,
vornæturdöggin, og vekur sofna rós;
vorsólin hnigin, og hvergi sést ljós;
því biður hún blómið að vaka.
Ó, vaktu, góða rós, svo ég vaki ekki’ ein;
veiztu, að alla fuglana dreymir á grein?
Vorblærinn sefur, og veit ekki af mér;
vaktu, góða rós, ég skal sofa með þér
í staðinn um alla’ okkar ævi.
„Hvað dreymir alla fuglana, döggin mín góð?“
„Þá dreymir að ég sofni við straumsins vögguljóð.
Nú sofa þeir og vita’ ekki, hve sorgin liggur þungt
á syrgjandans hjarta, — því það er svo ungt,
en heimurinn, — hann er svo gamall“.
Svo fellur vorsins dögg í faðm hennar hljótt,
og fleiri vorsins döggvar, þá kyrrðsælu nótt;
og ótal vorsins döggvar vökva fugla-grein.
Þá vakna þeir allir. Nei, sko! Þama er ein
dögg á hverju’ einasta auga.