Morgunn - 01.06.1973, Síða 29
FIMM ÆVINTÝRI
27
„Mér finnst ég vera eins og döggin. Fuglana dreymir um, að
hún sofi, þegar hún er að leita að einhverium til að vaka með
sér“, sagði Þórdís.
Þegar hún kom heim, var bróðir hennar dáinn.
En nú var sólskin í hugum allra á Ljósahvoli. Svona hafði
þá heimilið breytzt á einu ári.
Og nýir straumar frá höfuðborginni höfðu borið þessar
breytingar á bárum sínum upp í Ljósadal. En þær höfðu að-
eins komið að Ljósahvoli.
Foreldramir vom fyrst framan af óhuggandi út af missi
sonar síns. Þórdísi hafði áður fundizt það einhver svölun, að
bjóða sorginni byrginn. Hana hafði langað til að kafa sorgar-
djúpið til botns, — og koma aldrei upp framar. ,
En breytingin hafði lagt brú yfir djúpið, — og það var varla
hætt við, að Þórdís mundi hrökkva fram af.
En mikið var talað um þetta í Ljósadal, og öllum fómst orð
í sömu áttina. öllum kom saman um málið, og alls staðar vakti
það mótspymu, eins og allur sannleikur gerir, því meiri, því
meira sem um hann er vert.
„Ekki nema það þó! Hvað mennirnir geta verið vitlausir!
Eins og vemr frá öðrum heimi séu að reyna til að komast í
samband við mennina. „Hnu! Ekki nema það þó! É’ld maður
hafi sína trú og deyi upp á það, held é’. Ja, sín er nú kvur
ekki sinn vitleysan!“
Svona töluðu húsfreyjumar.
En sóknarpresturinn taldi það óguðlegt. „Ekki skaltu leita
frétta af framliðnum segir sú guðlega innblásna bók, mínir
elskanlegir. Og soleiðis ber okkur aumum mannkindum að
breyta“.
Og alhr karlmenn í sókninni sögðu það sama, því þetta hafði
presturinn sagt.