Morgunn - 01.06.1973, Page 30
28
MOHGUNN
F.n faðirinn gat ómögulega skilið, hvers vegna ekki mætti, ef
unnt væri, fá sönnun fyrir því, að allt væri ekki búið, þegar
þessu lifi lyki. — Og móðirin skildi erm siður, hver hefði rétt,
eða réttara sagt, hver hefði leyfi til að fara óvirðingarorðum
vun það, sem dýrmætast væri að fá sannað. Hún gat ekki skilið,
hvers vegna hún mætti ekki óáreitt reyna að komast eftir,
hvemig baminu sínu, sem hún hafði elskað eins heitt og nokk-
ur móðir getur elskað bamið sitt — fómað því allri þeirri ást,
sem hún átti, — hvers vegna hún mætti ekki vita, hvemig
því liði.
Eða var nokkuð líklegra en það, að drengurinn hennar, sem
hafði þótt vænzt um hana af öllum á jörðunni, mundi þrá það
heitast, langa lang-mest til þess af öllu, að láta hana vita, að
fegurstu orðin, sem hún hafði sagt honum, þegar hún talaði
við hann um kærleika guðs, væm sannleikur? Og fyrst hann
þráði þetta svona heitt, hvers vegna mátti hann það ekki fyrir
mönnum? Hann hafði þó ekkert unnið til saka.
Nei, þau gátu ekki með nokkm lifandi móti skilið það.
Dag eftir dag höfðu tilraunirnar orðið árangurslausar. En á
þriðja mánuði höfðu þær kastað þessu ljósi yfir heimilið, sem
nú var yfir því, rýmkað svo um andlega útsýnið, víkkað svo
sjóndeildarhringinn, að hvergi bar skugga á.
Og þegar sólin skín á Ljósahvoli, — og sjóndeildarhringur-
inn vikkar alltaf meir og meir, þá leggst úðaþoka frammi í foss-
gilinu yfir kolsvartan hamravegginn, eins og hún ætli að
sæfa hann 4000 ára svefni.
En hinir dalbúamir þurfa ekki að tefja sig á því, að skoða
útsjónina á Ljósahvoli, — þeir láta sér nægja að lítilsvirða
hana, — því þama frammi í dalnum, þar sem sólin skín allan
daginn, búa mennimir í — jarShúsum.
25/3 ’06.
7. Hallgrímsson.