Morgunn - 01.06.1973, Page 42
FRÚ MARGRÉT THORS:
VIÐTÖL VIÐ JOAN REID
Frú Joan Reid
Frú Margrét Thors, blaðamaður
við Morgunblaðið, hefur skrifað svo
athyglisverð viðtöl i blaðið við mið-
ilinn Joan Reid, að ritstjóri Morguns
fór ]>ess á leit við hana að leyfa birt-
ingu þeirra í Morgni. Veitti frú Mar-
grét vinsamlegast leyfi sitt til þess.
Þótt viðtöl þessi hafi birzt í viðlesn-
asta blaði landsins, þú eru þau svo
mikilva;g fyrir mnlefni S.R.F.f., að
full ústœða er til þess að þau varð-
veitist í tímariti félagsins. Það, sem
gefur viðtölunum ekki sízt gildi, er
sá ríki skilningur á málefninu, sem
kemur fram hjá frú Margréti, þeg-
ar hún skrifar um þetta viðkvæma
efni. Viðtölin eru tvö. Birtist það
fyrra þ. 4. janúar 1972, en það síðara
þ. 29. október s. á. Ber fyrra viðtalið
fyrirsögnina:
LlF MITT ER AÐ HJÁLPA ÖÐRUM
Hér er stödd á vegum Sálarrannsóknafélags Islands frú Joan
Reid. Er hún hér í fjórða sinn og senn á förum. Hún greiddi
fúslega úr nokkrum spurningum blaðamanns á heimili Guð-
mundar Einarssonar, forseta félagsins.
Frúin hefur hjálpað mörgum hér síðan hún kom hér fyrst.
Hún býr yfir hæfileikum til að liðsinna sjúkum með æðrí hjálp.
Frú Reid er aðlaðandi persónuleiki og mjög þægilegt að vera í
návist hennar.