Morgunn - 01.06.1973, Side 46
44
MORGUNN
kostleg, og hún er góð kona. Ég vildi óska þess, að fólk fengi
sem flest tækifæri til að hitta hana og hljóta hjálp hennar.
Ég fór til annarrar konu, sem þegið hafði hjálp frú Reid, og
hafði áður átt við ýmis konar kvilla að stríða en hafði, var
mér sagt, fengið á þeim talsverða bót.
— Ég fékk inflúensu 1968, og varð upp úr henni veik af
astma, svo veik, að ég gat ekki stundað leikfimi eða sund, og
fékk voðalega höfuðverki (migraine), sem mór var ómögulegt
að fá nokkra bót á. Ég var meira að segja búin að fara til
Bandaríkjanna til að reyna ofnæmisaðgerðir þar hjá þekktum
lækni, en allt kom fyrir ekki, fékk meira að segja ofnæmi fyr-
ir meðulunum. Þá var mér vísað á frú Reid, og hjá henni fékk
ég þá hjálp, sem mér hefur verið mest gagn í.
— Svo góð er ég orðin núna, að ég er farin að stunda sund
þrisvar í viku, leikfimi tvisvar í viku og til höfuðverks finn
ég ekki.
— Aður en ég fékk þessa bót, var ég ekki manneskja til að
drífa mig í neitt. Ég var að fást við að vinna, en það var meira
af vilja en mætti. Nú er þetta allt öðruvisi.
— Varstu vör við nokkuð, þegar hún hjálpaði þér?
— Nei, ekkert svoleiðis, en ég varð miklu þróttmeiri á eftir.
Hún leit á mig, og spurði, hvort ég hefði ekkert fengið á augað,
eða hvort ég fyndi ekki til gleymsku?
Ég játaði því. Ég hélt satt að segja, að það væri bara að þoma
upp á mér heilinn. Það gelur komið fyrir fólk. En svo var nú
víst ekki.
Frúin nuddaði á mér taugahnútana, og það var auðvitað sárt.
Þetta gerði lmn með laxerolíu. Hún sagði mér síðan að gera
þetta tvisvar heima hjá mér, og það hefur allt hjálpað. Auð-
vitað var ég stokkbólgin eftir allt saman, en það er nú litilræði
hjá því sem var. Astminn er að gefa sig, og hún er biíin að
ráðleggja mér að fá kalk með fosfór í til inntöku.
— Það er auðvitað ekki nóg að leita að hjálpinni. Maður