Morgunn - 01.06.1973, Page 47
VIÐTÖL VIÐ JOAN REID 45
verður sjálfur að koma til móls við hjálpandann og hjálpa sér
eitthvað sjálfur.
Til þriðju konunnar leitaði ég til að fá upplýsingar. Hún er
Erla Beck. Sonur hennar tólf ára varð fyrir slysi í ágústmán-
uði s.l., meiddist á höfði og lá meðvitundarlaus í gjörgæzlu-
deild Borgarspítalans í hálfan mánuð.
— Þetta var erfiður tími. Það geta allar mæður sagt sér sjálf-
ar. Erfiður, meðan ég var að bíða. Ég hef lengi unnið á spítala,
og veit því að um höfuðmeiðsli er erfitt að segja nokkuð. Það
gerðu læknamir ekki heldur. Ég fékk að vita, að það hafði
ekki blætt inn á heilann, en mar var á heilabotninum. Annað
var ekki ljóst. Nú er það svo, að frumur skemmast við mar, og
ég þarf ekki að reyna að lýsa hugarangri mínu. Ég vissi sem
sagt ekkert. Mér var af vinum mínum komið í samband við
frú Reid á þessum tíma, en hún var þá stödd hér. Ég leitaði
ekki sjálf, því að ég hef aldrei gert það.
— Hún kom með mér á spítalann og sagði mér strax: Þú
þarft ekki að hafa áhyggjur af honum, því að hann fær bata.
% var aldrei í neinum vafa eftir það. — Hann er lamaður
vinstra megin, en það er ekkert til að fást um. Hún leit inn til
lians nokkrum sinnum með mér, og að lokum fékk óg hann
heim. Hann fer aftur í skólann eftir áramótin. Ég hef verið
með hann í æfingum og hann er að ná valdi á vinstri hendi,
en hann er örvhentur, og því mikilvægt að það gangi.
Ég hef farið með hann i skoðun, og kandídatinn, sem var á
vakt, þegar komið var með hann, segir að það sé ótrúlegt hvað
vel hefur gengið með drenginn.
Mér finnst frú Reid alveg stórkostleg. Hún hafði svo góð
áhrif á mig og var svo traustvekjandi. Því gleymi ég aldrei.
M. Thors.