Morgunn - 01.06.1973, Síða 52
50
MORGUNN
Ég held. áfram méS frú Reid:
• r
— Hafið þér nokkum tima fengið til yðar sjúkling, sem þér
ekki gátuð liðsinnt?
— Nýlega fékk ég sjúkling, mjög veikan, sem ég gat hresst
um tíma. Hann gat notað þann tíma til að fara í ferð, sem
hann þurfti að fara, og hafði mikinn hug á að fara. Er heim
kom, veiktist hann aftixr, og var ég sótt til hans. Gat ég þá veitt
honum styrk. Hann lézt. Það er ekki hægt að hrófla við örlög-
um eða spoma við dauða, en þá má hjálpa fólkinu yfir landa-
mærin og auðvelda stríðið.
Fyrir ári var ég sótt beint úr flugvélinni til mjög veikrar
stúlku með blóðsjúkdóm. f dag er hún miklu betri og veit að
hún fær að lifa. Hún hefur fengið mikinn styrlc.
Geir Vilhjálmsson sálfræðingur sagði eftirfarandi:
— Rannsóknastofnun Vitundarinnar bauð Joan Reid til ráð-
stefnunnar, sem haldin var hér í vor, vegna þess að hún starfar
að lækningum, og hér var m. a. fjallað um huglækningar. Mark-
miðið var að kynna sér sjónarmið þau, sem Joan Reid vinnur
út frá, en þau em útbreidd.
Hún segist vinna með leiðbeinendum að handan (guides),
en það er erfitt að hugsa sér frá sjónarmiði vestrænna efnisvís-
inda að slíkir leiðbeinendur séu til.
Einn þeirra vísindamarma, sem hér vom á ráðstefnunni, Le
Shan að nafni, sagði, að mismunandi tegundir huglækninga
skiluðu oft góðum árangri. Hann setti fram þá kenningu, að
huglækningar hefðu örvandi áhrif á sjálfslækningakerfi líkam-
ans. Huglæknirinn og sjúklingurinn kæmust í æðra vitundar-
ástand, einingarvitund, og örvaði sú reynsla lækningakrafta
líkamans. Joan Reid var þarna sem sagt til að sýna lækningar
sínar og kynna sjónarmið sín.
Frú Reid heldur áfram:
— Læknar hafa sent mér sjúklinga. Ég stend ekki ein. Með
guðs hjálp og góðra manna vinn ég verkin min, og ég er þakk-