Morgunn - 01.06.1973, Síða 53
VIÐTOL VIÐ JOAN REID
51
lát þeim, sem liðsinna mér. Litlu stúlkumar minar, túlkarnir,
eyða hjá mér mörgum dýrmætum stundum endurgjaldslaust til
hjálpar öðrum.
Þær verur fyrir handan, sem hjálpa mér, nota vissar kjam-
eindir til lækninga á hverjum sjúkdómi, og er hver einasta
lækning fyrirfram ákveðin. Sjúklingamir eru mér sendir, og
þarf ég ekki að leita þeirra. Því miður fæ ég ekki annað þeim
fjölda, sem til mín leitar, en við því er ekkert að gera.
— Er krafturinn, sem þér notið, breytilegur?
— Nei, hann er alltaf eins, og leiðbeinendur mínir em ávallt
hjá mér. Þeir eru fleiri en einn.
Fólk, sem ég hef liðsinnt hérna, og margt af því hefur verið
í nuddi áður, segist aldrei hafa fengið svona kraftameðferð, og
það finnst mér segja nokkra sögu, því að í verunni er ég svo
handónýt, að ég verð dauðþreytt af að halda á ryksugunni
heima hjá mér.
f sumar var tekin hérna af mér kvikmynd við störf, sern
e.t.v. kemst síðar á framfæri.
— Þér hafið verið við störf í Sviss. Hvemig stóð á því?
— Tvær konur leituðu sér lækninga í Englandi og var vís-
að til mín. Ég gat hjálpað þeim, og var boðið til Sviss eftir það,
til starfa, þar sem mér var vel tekið. Þangað fer ég bráðum hft-
ur. Starfið er mér hollt sjálfri um leið og ég get hjálpað öðrum.
Núna verð ég að komast burt til að hvíla mig, en ég skrifaði
niður lista yfir þá, sem ég þarf að fá að sjá aftur, er ég kem
næst.
Nú er á enda mjög ánægjuleg heimsókn til Islands. Hlutverk
mitt er eingöngu að sýna, hvemig Guð vinnur og að færa hann
inn í líf fólksins, sem örvæntir og hefur örvilnazt, en hér erú
margir slíkir.
Sjálf er ég aðeins verkfæri í höndum hans og til þess eins að
leiða fólk í ljósið.
M. T horsl
•L7
’.'oí