Morgunn - 01.06.1973, Page 56
MORGUNN
54
vildi ekki,se).ja. Þegar ég frétti þetta, gerði ég sóknarnefndinni
boð, að ég, skyldi kaupa altaristöfluna hálfu hærra verði heldur
en aðrir þyðu i hana. Þar við sat, og enn liðu mörg ár.
Þá yar þajð eitt sinn á messudegi, að kirkjubóndinn á Rip
hringir til mín og segir, að nú sé verið að bjóða upp altaristöflu
iCjarvals. Ég spyr hann, hve hátt boð sé komið í hana. Hann
nefndi upphæðina, mig minnir 300 eða 400 krónur. Ég bið
hann þá að tvöfalda þá upphæð, ef taflan sé þá slegin mér þeg-
ar í stað, og bið hann svo að geyma hana fyrir mig þangað til
ég sæki þana og færi honum gjaldið. Þetta erindi rækti kirkju-
bóndinn dyggilega, og ég varð eigandi altaristöflunnar. En þá
var varfa sjón að sjá hana. Hafði hún fengið á sig ljótar máln-
ingarklessur af kirkjuveggnum, en samt sem áður hengdi ég
hana upp á vegg í stofunni hjá mér.
Nokkru eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, fór Skúli pró-
fessor (Suðjónsson að venja komur sínar til íslands í sumarleyf-
um sjnum og dvaldist þá hjá mér. Við skoðuðum þá oft altaris-
töflu Kjarvals og hönnuðum það, hve illa hún var útleikin. Þá
sagði Skúli eitt sinn við mig, að harrn þekkti menn í Danmörku,
sem gerðu við gömul málverk, og hvort ég vildi ekki reyna
það. Ég gaf fá svör við því í fyrstu, en þó fór svo, að Skúli fór
með töfluna til Danmerkur. Seinna skrifaði hann mér og sagði
að viðgerðin mundi kosta 2—300 krónur danskar. Því bréfi
syaraði ég ekki, og Skúh kom ekki til Islands eftir það. Um ára-
mótin 1954—55 var ég staddur í Danmörku, en mundi þá ekk-
ert eftir altaristöflunni. Og hinn 25. janúar 1955 andaðist Skúli
prófessor.
Ég skrifaði nú ekkju prófessorsins, sagði henni frá myndinni
og bað hana að reyna að hafa upp á henni. Hún svaraði aftur,
að hún vissi ekkert um þessa mynd. Fóru síðan mörg bréf okk-
ar á milli út af þessu. Meðal annars bað ég hana að láta leita
vel í nýja Hygienisk Institut og gamla Hygienisk Institut í Ár-
ósum, og eins heima hjá sér. I einu bréfi sínu skýrði hún mér
frá því, að þegar leit átti að hefjast í „gamla Institutinu“, þá
hafi menn verið að rífa húsið. Leizt mér þá ekki á bhkuna og
þótti ósýnt að ég mundi nokkum tíma sjá málverkið, ef það