Morgunn - 01.06.1973, Side 59
ALTARISTAFLAN
57
ir að Hafsteinn fluttist suður, mun Ólafur hafa hitt Hafstein i
hvert sinn, er hann var gestur í borginni og þá jafnan setið
fundi. Sýnishom af þeim fundum og árangur þeirra ritaði Ól-
afur sjálfur og birtist frásögn hans af hinni týndu altaristöflu í
Leshók Morgunblaðsins 17. janúar 1960.
Ólafur er horfinn af sviðinu, en áreiðanlega hefði hann
minnzt vinar síns á þessum tímamótum, og þvi þykir vel við
eigandi, að birta hér frásögn hans af altaristöflunni, sem nú er
í eigu Nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Laxness.
20. marz 1965.
Elínborg Lárusdóttir.
o
VesturlandamáSur, alinn upp viS lífsskóSun efnis-
hyggfunnar og trú á „vísindin“ og annaS ekki, lítur fullur
tortryggni á dulhyggju og dulrœna upplifun, éSa álitur
ekki ómaksins vert dS kynnast henni. En dulrœn reynsla
þarf ekki aS vera í nokkurri mótsögn viS þá mynd veru-
leikans, sem viS skynjum meS skynfœrum okkar. ViShorf
breytast eftir því frá hvaSa sjónarmiSi er horft. Sá, sem
stendur á gryfjubotni og skóSar tilveruna, sér hana öSru-
vísi en sá, sem virSir hana fyrir sér ofan frá fjallstindi.
Reynsla dulsinnans er í sjálfu sér ekki í mótsögn viS vitn-
isburSi skilningarvitanna, en hún varpar Ijósi yfir þá frá
öSru sjónarhorni, og gefur þeim yfirskilvitlega merkingu.
ÞaS er hugsanlegt aS upplifun dulsinnans sé einber blekk-
ing. ÞaS er einnig hugsanlegt, aS hún birti raunhœf sann-
indi um áSra vídd tilverunnar en skynjuS verSur meS
skynfœrunum fimm. ÞaS sem viS vitum nú um ESP-
skynjun, gerir síSari tilgátuna sennilegri.
Nils O. Jacobson:
ER TIL LlF EFTIR DAUÐANN?