Morgunn - 01.06.1973, Page 60
ÆVAR R. KVARAN:
HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE
Þegar lesendur hins virta blaðs The New York Times opn-
uðu það morguninn þ. 10. október 1910, ráku þeir upp stór
augu. 1 sunnudagslesbók blaðsins gaf að líta þessa fyrirsögn,
stóru letri:
ÖLÆS MAÐUR ÖÐLAST LÆKNINGAMÁTT UNDIR
ÁHRIFUM DÁLEIÐSLU —
FURÐULEGUR MÁTTUR EDGARS CAYCES
VEKUR UNDRUN LÆKNA
Og greinin hélt áfram: „Lækningafélagið sýnir mikinn áhuga
á hinum furðulega mætti, sem sagt er að Edgar Cayce1) frá
Hopkinsville í Kentucy búi yfir, til þess að greina erfiða sjúk-
dóma meðan hann er í eins konar leiðslu, þótt hann hafi ekki
til að bera minnstu þekkingu í læknisfræði, þegar hann er í
venjulegu ástandi.“
Greininni fylgdu svo myndir af Cayce, föður hans og dr.
Wesley Ketchum, sem aðstoðaði, þegar þessir hæfileikar voru
sýndir undir eftirliti. Var hún byggð á skýrslu, sem dr. Wes-
ley hafði sent Amerísku klínik-rannsóknastofnuninni í Boston.
Að vísu var ekki að öllu farið með rétt mál, en þó var greinin
í öllum aðalatriðum sannleikanum samkvæm, þótt undarlegt
megi virðast.
Það var til dæmis með öllu rangt, að Cayce væri ólæs maður,
þvi hann hafði lokið því, sem samsvarar gagnfræðaprófi hjá
okkur. I skólanum í Hopkinsville fór bezta orð af honum; hann
!) Frb. Keisi.