Morgunn


Morgunn - 01.06.1973, Page 60

Morgunn - 01.06.1973, Page 60
ÆVAR R. KVARAN: HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE Þegar lesendur hins virta blaðs The New York Times opn- uðu það morguninn þ. 10. október 1910, ráku þeir upp stór augu. 1 sunnudagslesbók blaðsins gaf að líta þessa fyrirsögn, stóru letri: ÖLÆS MAÐUR ÖÐLAST LÆKNINGAMÁTT UNDIR ÁHRIFUM DÁLEIÐSLU — FURÐULEGUR MÁTTUR EDGARS CAYCES VEKUR UNDRUN LÆKNA Og greinin hélt áfram: „Lækningafélagið sýnir mikinn áhuga á hinum furðulega mætti, sem sagt er að Edgar Cayce1) frá Hopkinsville í Kentucy búi yfir, til þess að greina erfiða sjúk- dóma meðan hann er í eins konar leiðslu, þótt hann hafi ekki til að bera minnstu þekkingu í læknisfræði, þegar hann er í venjulegu ástandi.“ Greininni fylgdu svo myndir af Cayce, föður hans og dr. Wesley Ketchum, sem aðstoðaði, þegar þessir hæfileikar voru sýndir undir eftirliti. Var hún byggð á skýrslu, sem dr. Wes- ley hafði sent Amerísku klínik-rannsóknastofnuninni í Boston. Að vísu var ekki að öllu farið með rétt mál, en þó var greinin í öllum aðalatriðum sannleikanum samkvæm, þótt undarlegt megi virðast. Það var til dæmis með öllu rangt, að Cayce væri ólæs maður, þvi hann hafði lokið því, sem samsvarar gagnfræðaprófi hjá okkur. I skólanum í Hopkinsville fór bezta orð af honum; hann !) Frb. Keisi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.