Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 69
HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE
67
Eðlilega var mikið rætt og ritað um þennan einkennilega
mann, Edgar Cayce, og leiðslu-lækningar hans, en ennþá hafði
hann ekki hitt manninn, sem átti eftir að vekja eftirtekt allrar
þjóðarinnar á honum.
Edgar og kona hans áttu um þessar mundir heima í Gadsden
í Alabama og höfðu komið í heimsókn til þess að eyða jólimum
1909 hjá foreldrum hans í Hopkinsville. Gamh óðalsbóndinn
var nú orðinn hæglátari í fasi en fyrr meir, en óspar var hann
þó á lofið um hinn einkennilega son sinn.
Það hefur því víst ekki komið Edgari sérlega á óvart, þegar
hann kom heim, að komast að raun mn það, að faðir hans hafði
séð svo um, að hann hitti nýja lækninn í bænum, Wesley Ket-
chum að nafni, sem var lyflæknir og mjög vantrúaður á allt
það, sem sagt var um lækningar Edgars Cayces.
Að fáeinum mönnum undanteknum hafði Edgar ekki góða
reynslu af viðsldptum við lækna. Það kom honum þvi ekki á
óvart, er þeir heilsuðust, að það lék háðsbros um varir læknis-
ins, sem áreiðanlega hafði fullan hug á því að gera hann að
gjalti. Hann gekk hreint að verki. Hann sagðist sjálfur per-
sónulega þurfa að fá fund hjá honum til þess að fá upplýsingar
um, hvort sjúkdómsgreining Edgars Cayces gæti útskýrt krank-
leika, sem hann sjálfur sagðist hafa gengið úr skugga um.
En nú kom í ljós, eins og oftar, að Edgar var ekki sammála
lækninum. Hann sagði í leiðslunni, að læknirinn væri ekki með
botnlangabólgu eins og hann hélt fram, heldur þjáði hann að-
þrengd taug neðarlega í mænunni, sem beinalæknir gæti
læknað með aðgerð.
Læknirinn rak upp skellihlátur. Hann kvaðst vita, að hann
væri með botnlangabólgu, og til þess að sanna, að Edgar væri
svikari, þá skyldi hann láta annan lækni ganga úr skugga um
þetta. Hann hélt svo sigri hrósandi yfir götuna til læknisins,
sem rannsakaði hann. En hann varð heldur en ekki kyndugur
á svipinn, þegar það kom í ljós, að botnlangabólgan reyndist
horfin.
Læknir þessi var heiðarlegur og góður maðtu og allt of
greindur til þess að halda áfram að lemja höfðinu við steininn.