Morgunn - 01.06.1973, Qupperneq 72
70
MORGUNN
Það mikilvægasta, sem ávannst með sjúkraliússtofnun
Edgars Cayces eru vafalaust hinar vandlega spjaldskráðu
.skýrslur af fimdum þeim, sem hann hélt árum saman og ár-
angri þeim, sem lækningamar höfðu í för með sér. f skýrslum
þessmn er getið margra tilfella, þar sem Cayce í dái fór aftur á
bak í tíma gegnum líf fólks, sem hann hafði hvorki heyrt né
séð, og gat hann þá atriða úr lífi þess, sem hann taldi að áhrif
hefðu haft á heilsuna. Þar gat hann nafna, staða og tima og í
ýmsnm tilfellum atvika, sem talin voru svo þýðingarlitil, þegar
þau gerðust, að þeir sem í hlut áttu, vora búnir að gleyma þeim.
Skýrslur þessar era sennilega eftirtektarverðustu skrifleg sönn-
unargögn, sem nokkurs staðar hefur verið safnað á einn stað
um skyggni.
Skal hér getið rnn eitt slíkt tilfelli.
Þetta fjallar imi lyf, sem Cayce krafðist að notað væri, en
enginn kannaðist við. Kallaði hann það reyk-alíu. Sjúkhngur-
inn, sem bjó í Louisville, gat hvergi fengið lyf með þessu nafni.
Cayce fór þá aftur í leiðslu og skýrði frá því í hvaða lyfjabúð
þetta fengist. En hann fékk innan skamms símskeyti um það,
að búðin hefði ekki þetta lyf. Aftur fór Cayse í leiðslu-ástand.
Nú sagði hann sjúklingnum, að biðja afgreiðslumanninn að gá
að því á bak við önnur lyf á vissri hillu í búðinni. Þetta var gert
og fundust þar þrjú glös af reyk-olíu, og vora miðamir á þeim
orðnir gulir af elli. Lyfið hafði tilætluð áhrif.
Cayce-hjónin bjuggu nú áfram á Virginia Beach við kröpp
kjör; vora þau farin að láta á sjá fyrir aldurs sakir, og ef til vill
ekki síður sökum hinnar sterku andstöðu og andúðar, sem þau
áttu að mæta frá læknunum. En þau veittu bömum shuun gott
uppeldi og bára sig vel, þrátt fyrir allt, í sannfæringu þess, að
þau hefðu varið hæfileikum Edgars vel. Eins og mörgum öðr-
um, fyrr og síðar, var trúin þeim styrkur í örðugleikmn og
andstreymi lífsins.
Edgar Cayce lézt í stríðslok, þann 3. janúar 1945, sextíu og
sjö ára gamall. Hann var þá orðinn útslitinn og örþreyttur eft-
ir margra ára óþreytandi mannúðarstörf fyrir meðbræður sína.
Hvað hann gerði og hvemig, má lesa í skýrslum hans í