Morgunn - 01.06.1973, Side 75
RITST J ÓRARABB
73
því á þessu ári komu aftur blaðamenn þaðan. Að þessu
sinni frá Stokkhólmsblaðinu Husmoderen. Er svo að sjá, sem
Svíar séu farnir að hafa trú á því, að hingað megi sækja nokk-
urn fróðleik í þessum efnum. I Husmoderen kom svo viðtal við
Guðmund Einarsson, verkfræðing, forseta SRFl um dulræn
efni. Er greinin vel og vinsamlega skiifuð; fylgja henni góðar
myndir ásamt nokkrum frásögnum Guðmundar af eigin dul-
rænni reynslu. Mun vera von á tveim öðrum greinum í blað-
inu á næstunni. Þessir blaðamenn sátu m.a. skyggnilýsinga-
fund hjá Hafsteini Bjömssyni, miðli, á Stapa á Suðurnesjum,
og fund hjá Björgu Glafsdóttur, miðli í Reykjavík.
f „ Margt er ótrúlegra en það, að á íslandi séu
Wði lyrii' flkmt andleg ö£l. Hér á
landi liafa engar orustui’ verið háðar öldum
saman. Andlegt andrúmsloft er því tærara hér en víðast ann-
ars staðar í heiminum. Yfir löndum þar sem blóðugir bar-
dagar hafa geysað livíla árum saman andleg ský — hugsana-
gerfi —, sem myndast og magnast hafa af því andrúmslofti
haturs og ótta sem styrjaldir skapa. Eins og púkinn sem fitn-
aði af lygum manna, magnast þessi hættulegu hugsanagerfi
við hatursþrunginn hugsanahátt, og — það sem verra er —
illir menn geta sótt þangað kraft til ódáða.
í fornum kínverskum annálum er okkar fjarlæga eylands
getið sem einnar af sjö aðal-lífsaflsstöðvum veraldar. Er Snæ-
fellsjökull þar nefndur sem miðstöð magnaðra andlegra afla;
frá honum gangi tvær hvirfingssúlur, önnur spgulmögnuð og
hin rafmögnuð. Segir þar að öll sé eyjan mjög næm fyrir sál-
rænmn öflum. Dulspakir menn víða um heim eru sama sinnis
og telja, að af þessum óstæðmn sé Island hinn ákjósanlegasti
uppeldisstaður mikilmenna.
Þetta er mjög í samræmi við það sem dr. Helgi Péturss hélt
fram, þótt alltof fáir ljáðu þeim spaka manni eyra. Hann var
einmitt sjálfur gott dæmi um slíkt mikilmenni.