Morgunn - 01.06.1973, Síða 76
ÆVAR R. KVARAN:
Hafsteinn Björnsson:
SÖGUR ÚR SAFNI HAFSTEINS MIÐILS
Útgefandi: Skuggsjá.
Alþýðuprentsmiðjan hf. 1972.
Það er mikill fengur að þessari ágætu bók. Hún skiptist í tvo
hluta. Fyrri hlutinn er sérstaklega mikilsverður fyrir það, að
þar greinir Hafsteinn frá þeirri undarlegu reynslu, að alast
upp og lifa í tveim heimum samtímis. Litill vafi er á því, að
slíkt hefur margan manninn hent á Islandi, því margir eru
bráðskyggnir i æsku, þótt þessi hæfileiki virðist hverfa flestum
með aldrinum. Margt bamið hefur af þessum ástæðum orðið
illilega fyrir barðinu á blindu og algjöru skilningsleysi full-
orðna fólksins.
Er mér í þessu sambandi sérstaklega minnisstæð bemska
eins magnaðs sjáanda sem nú er uppi, Hollendingsins Gerards
Croisets, þar eð ég hef nýlega þýtt bók um hugsýnir hans.
Sex sinnum varð sá litli vesalingur að skipta mn fósturforeldra,
og alls staðar var hann barinn fyrir að vera „undarlegur“. Sem
bam varð hann að liða ótrúlegustu þjáningar og varð fyrir það
mannfælinn. Hann sá undarlegar sýnir, sem hann vitanlega
hafði engan skilning á. Ef hann i ógáti hafði orð á þessu, héldu
allir, að hann væri annað hvort viti sínu fjær eða að spinna upp
skröksögur. Það var helzta huggun hans að leika sér við böm,
sem aðrir sáu ekki, eins og Hafsteinn Bjömsson.
Bemska Hafsteins var sem betur fór gjörólík þessu. Hann
virðist hafa verið vemdaður gegn slíkum misskilningi, því
ávallt virtist vera nærri honum fólk, sem hafði skilning á þess-
um imdarlega hæfileika. Sérstaklega er fögur endurminning
Hafsteins um Aðalbjörgu Magnúsdóttur, sem komin var á efri