Morgunn - 01.06.1973, Side 80
78
MORGUNN
eiukemiir þá flesta er það, að þeir neita að taka við greiðslu
fyrir hjálp sína. Þetta fólk virðist fá sérstakt yfirbragð með tim-
anum. Það er alltaf í fullkomnu jafnvægi, sem enginn fær
raskað. Það er skilningsríkt og umburðarlynt og eínhver heið-
rikja yfir svipnum, sem bendir til þess að með persónunni búi
friður, sálarró og kærleikm. — Þannig er Einar á Einars-
stöðúrh.
Nils O. Jacobson:
ER LlF EFTIR DAUÐANN.
Almenna bókafélagið Reykjavík.
Nóvember 1972.
Þýðendur:
Sr. Jón Auðuns og
Elsa G. Vilmundsdóttir.
Þessi bók hefur tvenns konar tilgang. Annars vegar er henni
ætlað að vera kynning á visindagrein þeirri, sem nefnist para-
sálfræði (í Morgni oftast nefnd dularsálfræði) og gefa yfirht
yfir nokkur rannsóknarsvið hennar og niðurstöður. Með hlið-
sjón af þeim er tekið til meðferðar málefni, sem parasálfræð-
ingar fyrri tima sýndu mikinn áhuga, en fáir einir virðast nú
láta sig nokkrU varða. Það er spurningin um hvað verður um
meðvitund mannsins, þegar hann deyr.
f fyrsta hluta eru viðfangsefnin athuguð. f öðrum bluta er
stutt yfirlit yfir hvað sé parasálfræði og lýst mikilvægustu yfir-
venjulegum fyrirbærum með dæmum frá tilraunum og ósjálf-
ráðum skynjumun. í þriðja hluta eru nefnd dæmi um yfir-
venjuleg fyrirbæri, er háfa mikla þýðingu þegar gera á sér
grein fyrir hvað gerist við andlátið. í fjórða hluta er rætt um
ýmis atriði, sem varða sambandið milli heila og meðvitundar.
Að lokum eru í fimmta hluta sýnd dæmi um þær upplýsingar,
sem hugsanlegt er að varpi einhverju ljósi á hvernig fram-
lífið muni vera.
Það sem gefur bókinni gildi er það, að hún er skrifuð af
fordómalausum og því heiðarlegum vísindamanni. Þýðing
slíkrar bókar er vandaverk, en, eins og vænta mátti af þessum
þýðendum, ágætlega af hendi leyst.