Morgunn - 01.06.1973, Blaðsíða 85
RANNSÓKNASTOFNUN
VITUNDARINNAR
NÁMSKEIÐ 1973
Eftirtalin 12 námskeið verða haldin undir handleiðslu Geirs
V. Vilhjálmssonar, sálfræðings, og nema að annað sé tekið
fram, þá er um heilsdags námskeið að ræða, sem standa frá
kl. 9 f.h. til kl. 8 að kvöldi. Hádegismatur og eftirmiðdagste
eru innifalin í námskeiðinu. Þátttökugjald er kr. 1500.—, fyrir
námsfólk kr. 1200.—, frítt fyrir styrkjendur stofnunarinnar.
Fjöldi þátttakenda takmarkast við 10—12.
Fyrir utan þessi námskeið i Reykjavík verða slik námskeið
haldin úti um land, eftir því sem óskir kunna að berast.
Stjórn vitundarinnar:
Laugardaginn 7. júli, 18. ágúst, 13. október, 10. nóvember,
15. desember. — f þessu námskeiði verða kynntar ýmsar leið-
ir til stjórnar á vitundarástandi mannsins, þar á meðal slökun,
sjálfskönnun, yoga, hugleiðslu, tónlistarlækningar, Gestalt-að-
ferðir, sjálfssefjun, stjórn skynjunar, mataræði o.fl.
Traust og hreinskilni eru grundvöllur árangursrikrar þátt-
töku, en meginmarkmið námskeiðsins er að kynna þátttakend-
um undirstöðuleiðir til eflingar sjálfsstjórnar og frelsis ein-
staklingsins.
FramhaldsnámskeiS — Stjórn vitundarinnar:
Laugardaginn 14. júlí, 27. október, 29.—30. desember. —
Farið verður nánar í ýmsar ofangreindra aðferða, þar á meðal
tíbezkar hugleiðsluaðferðir, Zen, Kundalini-Yoga, sálræn
hreinsun (catharsis), draumaúrvinnsla o.fl. samtvinnað
grúppu-dýnamiskri hóptækni. Ætlað fyrir þá, sem þegar hafa
sótt eitt námskeið eða sem á annan hátt hafa öðlazt reynslu í
hugstjórn.
Sjálfsþekking — Sjálfstjáning.
Laugardaginn 11. ágúst, 24. nóvember, 20. október. Grúppu-