Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Page 63

Morgunn - 01.06.1976, Page 63
BHAGAVAD GITA 61 anum býr, hið eilífa og ótortimanlega, hið eilífa réttlæti og sannleikur, og hin æðsta sæla. — Og þannig endar þessi kafli, sem nefndur hefir verið Eðlismunur Hinna Þriggja Eiginleika. Frœdin um hinn œ<5sta anda. I fimmtánda kafla setur Shri Krishna fram likinguna um hið heilaga fikjutré, en þessi líking felur í sér mynd- ina af hinni endalausu hringrás endurfæðinga og dauða i hinu takmarkaða. Sálirnar þyrlast með í hinni risavöxnu, endalausu hringuðu, frá hinu skynhæfa efnissviði lífsins, til hins óefnislega lífs í heimum guðanna; taka þar út laun sín og hverfa svo til baka fyrir lögmál umbunar og endurgjalds (Karma) um eilífðir. — Þessi mikli, eilífi meður á rætur sinar i himnunum hið efra, og greinar hans breiðast niður á við til mannheima. Hann er nærður af eiginleikunum, og hver er sá er fær skynjað lögun hans, undirstöðu, upphaf eða endi? Safi hans er safi lífsins og af mynd hans má nema þekking um eðli athafnanna, sem eiga rætur i ástríðunum og skynjununum og fóstra þannig lífið í heimi andstæðn- anna. — Þegar maðurinn hefir numið hinn mikla lærdóm um mynd lífsmeiðsins Aswattha, upphaf og endalok alls þess böls er mynd hans táknar, er hann þess umkominn að höggva sundur með hinu egghvassa sverði vizkunnar þær viðjar ástríðna og veraldarhyggju, sem fjötra anda mannsins, og hann verður fleygur og frjáls og laus úr hlekkjum vanþekk- ingar og óhaminna tilfinninga; fær um að finna veginn til hins æðsta heimkynnis, sem enginn kemur frá aftur. — Slík- ur maður, segir hinn Blessaði, mun jafnan hugsa „Ég leita athvarfs hjá hinum Eilifa Anda, sem sköpunarmáttinn og lifsorkan streymdu frá i upphafi“. — Og er maðurinn hefir öðlast hina vatnstæru innri sýn; hefir varpað frá sér stæri- læti, sjálfsþótta og villu; er frjáls og óheftur; beinir huganum til Hinnar Innstu Vitundar, sem er sjálflýsandi, án ljóss frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.