Morgunn - 01.06.1976, Blaðsíða 6
DR. GINA CERMINARA:
SVO SEM MAÐURINN SÁIR . . .
I fyrra kom út bók með þessu nafni í þýðingu ritstjóra MORG-
UNS. Þetta er fimmta bókin sem út kemur á islenzku með efni sem
byggt er ó lestrum hins mikla skyggnis og sjáanda Edgars Cayces.
Það sem vakir fyrir höfundi þessarar bókar er í stuttu máli, að
sannfœra okkui' um ]>að, að hver maður sé sinnar eigin gæfu smiður.
Og aðferð hans er að leggja út af dæmum, sem höfundur rekur úr
2500 sálrænum lestrum Cayces, sem sýna svart ó hvítu með hverj-
um hætti lögmál orsaka og afleiðinga verkar. Þetta er hægt sökum
þess, að þessi furðulegi maður gat i dásvefni rakið tilveru manns-
sálarinnar til fyrri ílfa, og með þeim hætti einnig rakið mótlætið
i nútímanum til orsaka sinna, sem iðulega og jafnvel oftast er að
finna í fyrri æviskeiðum viðkomandi manna. Sá sem þetta skrifar
mun hafa fyrstur manna með útvarpseiindum vakið hér á landi
athygli á þessum stórkostlega manni og einstæðum andlegum hæfi-
leikum hans. Birtist erindi um Cayce hér í MORGNI í vetrar-
hefti 1973. Æviferill hans mun þvi kunnugur lesendum. Hér á eftir
birtast tveir kaflar úr framangreindri bók, sem að dómi ritstjóra
MORGUNS er ein allra mikilvægasta bókin sem skrifuð hefur verið
um kenningar ]iessa blysbera og spámanns. Gildi bókarinnar liggur
ekki fyrst og fremst í þvi, hve vel bókin er skrifuð, heldur miklu
fremur að hún fær hvern hugsandi lesanda til þess að staldra við
og skyggnast um í eigin hugskoti. Hún bendir honum á það skýru
máli, að hann er sinn eigin örlagavaldur, smiður sinnar eigin gæfu
eða ógæfu. Allar ráðleggingar Cayces til fólks i andlegum þreng-
ingum voru jafnan i beinu samræmi við kenningar Krists. Bókin
er öll eins stórkostleg staðfesting ó ]>ví, að hin fleygu orð Páls post-
ula: ,,Það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera,“ eru ekki
einungis hollróð, heldur algilt alheimslögmál, sem enginn fær
undan komist.
Höfundur bókarinnar dr. Gina Cerminara, sem er doktor i sól-
fræði, hefur unnið hið þarfasta verk með samningu hennar. Túlk-
anir hennar og sálfræðilegar útskýringar á lestrum Cayces eru ó-
metanlegar fyrir lesandann. Hún sýnir ljóslega hvernig færa má