Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 60

Morgunn - 01.06.1976, Side 60
58 MORGUNN hinh Æðsta; þeim sem uppskera muni ódáinsveigar. -— Grunntónninn í kenningu þessa kafla er þannig sú, að leið meðalhófsins og öruggar sjálfsstjórnir ásamt leið hugleiðslu og einlægrar guðstrúar, veiti lausn úr hringrás fa^ðinga, dauða og þjáninga, og hann hefir verið nefndur Yoga Trúarþels og Guðrækni, og einnig Yoga Guðsóttans og Kærleikans. FrœÖin um eS/ismun anda og efnis. 1 upphafi þrettánda kafla leitar Arjuna, prinsinn góði, leið- sagnar um eðlismun anda og efnis og um hina sönnu þekk- ingu, og hinn Blessaði veilir honum margvíslega fræðslu og segir honum, að efnið, bæði sem skynhæf tilvera og ein- staklingslíkami, sé híbýli andans. Líkaminn, segir Hann, er nefndur akur, því þar sé sáð frækorni athafnanna og þar eru ávextir þeirra uppskornir. Skynjandinn í líkamanum kallast þekkjari akurs. „Og, „segir hann,“ vit þú að ég er hinn mikli þekkjari allra akra míns eigin sköpunarverks. Að þekkja mis- muninn á þessu tvennu er sönn vizka.“ Hin lífræna tilvera verður til fyrir samband efnis og anda, og hún samanstendur af eðlisþáttum náttúrunnar bæði hinum grófari og fínni; jörð, vatni, lofti og ljósvakaefni; hinum fimm starffærum, hinum fimm skynfærum, hinum fimm innri skynstöðvum; vitsmun- unum, ég vitundinni og huganum þessu ofar. Hugsunin, vilj- inn og hinar breytilegu tilfinningar, — eins og ástríður og langanir, óbeit, velhðan og sársauki, eru grundvallarþættir í gerð hins lifandi persónuleika, sem nefndur er akur. — Sönn þekking og vizka birtast i öllum góðum dyggðum mannsins, svo sem, auðmýkt, hrekkleysi, sáttfýsi, ráðvendni, góðvild, stað- festu og hugarjafnvægi; skilningi á sorgarleik fæðinga, dauða, ellihrumleiks, sjúkleika og þjáninga; grindaleysi, frjálsri og styrkri hugsun, fráhverfu gagnvart múgmennsku, afskipta- leysi af veraldarglysi, einla^gri þrá eftir þekkingu andlegra sanninda og tilgangi hinnar sönnu vizku, og einlægri löngun til að nálgast verund Drottins og brennandi kærleika til Hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.