Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 17

Morgunn - 01.12.1976, Side 17
DUI .SRYNJANIK 115 niðurstöðu, að í lionum væri einhvers konar veila í sambandi við raunveruleikann, seni ylli því, að hann skynjaði myndir, sem virtust einhvern veginn hafa losnað úr sambandi við eðli- lega rás tímans. Og þegar við þetta bæltist svo, að hann hélt stöðugt áfram sömu berdreymninni, þá leiddi það til þess að liann skrifaði metsölubók sína An Experiment with Time: Tilraun með tímann. Sjálfur lýsti hann bók sinni svo, að hún kæmi fram með fyrstu vísindalegu sannanirnar fyrir ódauð- leikanum. Þegar bókin kom út þá streymdu til hans bréf frá lesendum hennar, sem héldu ]>ví fram, að þeir hefðu orðið fyrir samskonar yfirskilvitlegri reynzlu. Dunne undraðist þetla, og kvað svo að orði i formála annarar útgáfu bókar sinnar: „Ef framtíðarskyggni er sannreynd, þá er það sann- reynd, sem gjörsamlega umbyltir öllum grundvelli undir fyrri skoðunum okkar á alheiminum.“ Það er gjörsamlega vonlaust að gera hér grein fyrir hug- myndum og skilningi Dunnes á timanum í stuttu ei'indi. Til þess er það alltof flókið mál. Þess skal hér aðeins getið, að áln ifamesti stuðningsmaður og túlkari skoðana Dunnes hefur verið skáldið J P. Priestley, sem er kunnugt orðið hér heima á Frórti fyrir afburðagóð leikrit, sem flutt hafa vei'ið í útvarpi og á leiksviði. T tveim leikritum sem Leikfélag Reykjavíkur hefur flut.t: Time andi the Conways og I have been here bejore endurspeglast skoðanir Dunnes á timanum og furðulegum fyrirbærum hans. í bók sirini Man and Time helgar Priestley Dunne heilan kafla og nefnir Priestley þar dæmi um draunra, sem styðji skoðanir og skýringar Dunnes á framskyggninni. Einna athyglisverðastur þeirra er draumur Dr. Louise E. Rhine, sem sjálf skrifaði hann og birti í ameríska timaritinu Journal oj Paraspychology. Sú var skoðun Louise, að draum- urinn hefði hjálpað henni til þess að bjarga lifi eins árs garnals sonar síns. f timaritsgreininni kemst hún svo að orði: ,,Mig dreymdi snemma morguns. Mér fannst ég og börnin hafa faríð í útilegu með nokkrum vinum. Við komum okkur fyrir í fallegu skógarrjóðri við svolitla vik milli tveggja hæða. Það var skóglent þarna og tjöldin okkar vom undir trjánum. Ég

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.