Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 18

Morgunn - 01.12.1976, Page 18
116 MORGUNN litaðist um og var að fagna því, hve fagurt var þarna um að litast “ 1 draumnum ákvað frú Louise að þvo fatnað af litla snáðanum sínum og bar hann með sér niður að vatninu. Hún setti drenginn á jörðina og skrapp aftur til tjaldsins til þess að sækja kápu, sem hún hafði glevmt. Þegar hún kom til baka, þá lá sonur hennar, sem hafði verið að kasta völum í vatnið jiegar hún fór -— á grúfu í vatninu, drukknaður. Hún vaknaði uppúr þessum di'aumi hágrátandi. Hún hafði áhyggjur af draumnum í nokkra daga, en svo gleymdi hún honum. Hann kom henni ekki í hug aftur fyrr en síðar þetta sama sumar, þegar hún ásamt nokkrum vinum sínum var i úlilegu á stað nokkrum sem virtist alveg eins og staðurinn í draumnum. Hún fór niður að vatninu til þess að þvo fatnað af barninu, kom hnokkanum fyrir í fjörunni og gekk til baka til þess að sækja kápuna. Um leið og hún lagði af stað tók litli snáðinn að tína upp völur til þess að kasta í vatnið. „Á sama andartaki“, sagði hún, „stóð mér draumurinn lifandi fyrir hugskotsjónum. Þetta var eins og kvikmynd. Þarna stóð hann alveg eins og í draumnum hvítklæddur með gulu lokkana sina i glampandi sólskininu. Eitt andartak hélt ég að það myndi liða yfir mig- Síðan greip ég hann í fangið og fór með hann neðar við ströndina, þar sem vinir mínir voru. Þegar ég var búin að ná mér nokkurn veginn, sagði ég þeim frá ]>essu. En þeir hlógu bara að því og sögðu að ég hefði imyndað mér þetta. Það er svo afskaplega haldgott svar, þegar mann skortir skýringar. Eg á ekld vanda til þesss að ímyndunarafl mitt leiki lausum hala.“ Slík tilfærsla í timanum getur hent hvern sem er í svefni og hve algengt það er hjá fólki yfirleitt, styrkti trú Priestleys á kenningum Dunnes. Árið 1930 dreymdi Sir Victor Goddard flugmarskálk draum, sem virðist eins og tilvalinn fyrir tíma-kenningamenn, ems og þá Dunne og Priestley. Sir Victor var á flugi í stormi og ákvað að lækka flugið vfir ónotuðum flugvelli til þess að átta sig á stefnunni. En þegar hann var svo sem mílufjórðung frá vellinum, þá gerðist dálítið harla furðulegt; hann var allt í

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.