Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 21

Morgunn - 01.12.1976, Page 21
DUI.SKYNJANIR 119 er, eða réttara sagt, svarar til þess, sem á vorri jörð er framtíð, og má af því að iliuga þetta, fá nokkurn aukinn skilning á eðli flestra spádóma. Það, sem þarna er liaft eftir A. J., bendir til þess, að þegar honum gefur sýn frá annari stjörnu, þá sé það meir angistin, hið andlega ástand farþeganna á hinu mikla skipi, sem hann fær þátt í; en þegar Titanic ferst, þá fær hann einnig þátt i kuldatilfinningu hinna ógæfusömu manna, sem eru að berjast við dauðann, í jökulköldum sjónum. Þessi skýring dr. Helga er í fullu samræmi við kenningu lians um eðli drauma. En hér er að sjálfsögðu einungis um tilgátu að ræða. Hinn heimspekingurinn, sem ég hyggist vitna í, er úr ólík- um jarðvegi sprottinn. Það er þjóðkunnur stjórnmálamaður, verkalýðsleiðtogi og baráttumaður, sem hefur dregið sig xit úr þrasi stjómmála og gerst athyglisverður heimspekingur. Ég á við Brynjólf Bjarnason. Hann hefur, að því er ég bezt veit, þegar skrifað fimm bækur um heimspeki. Heita þær Forn og ný vandamál, Gátan mikla, Vilund og verund, Lögmál og frelsi og Á mörkwn mannlegrar þekkingar. Hér er að sjálf- sögðu ekkert rúm til að ræða heimspekikenningar Brynjólfs Bjarnasonar. En ég get hins vegar ekki stillt mig um að vitna hér i síðastnefndu bókina hans, A mörkurn mannlegrar þekk- ingar, þar sem hann kemur inn á það efni sem hér hefur verið fjallað nokkuð um. A bls. 71 í þessai’i bók spyr höfundur: „Er ha^gt að hugsa sér veru, sem getur lifað og reynt hið liðna og ókomna með einhverjum ha'tti sambærilegum við það, sem vér lifum líðandi stund, til dæmis þannig, að hugur liennar og skynjun geti flutt sig fram og aftur í hinni hlut- verulegu rás timans, eins og vér getum ferðast til fjarla'gra staða? Eða getum vér hugsað oss veru, sem skynjar liið liðna og ókomna í senn, að minnsta kosti á nokkru bili timans, eins og vér skynjum sjóndeildarhring vorn í rúmi í einni svipan . . . ? Vér vitum, satt að segja, allt of lítið um tengsl vitundar og verundar til þess að geta alhæft nokkuð í þeim efnum. Og um innra eðli þessa sambands vitum vér blátt áfram ekki neitt, nema ef vera skildi það eitt, að hér hlýtur

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.