Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 57

Morgunn - 01.12.1976, Page 57
MORGUNTC 155 Bláðatn.: HaldiS þér ad fólk geti þroskaS meS sér skyggnihæfileika? Karagulla: .Tá, vissulega. Þegar við hugsum okkur líkamann sem mis- munandi svið orku, þó sést betur, að hægt er að þroska hæfi- leika sína, því að þeir byggjast á orkuefnum innan likamans. Þó eru þessu takmörk sett. Skoðun mín hefur orðið sú, að sumir hafi meðfædda skyggnigáfu, sem þeir hafa þroskað í fyrri tilveru, og komi nú í Ijós. En ef reynt er að beita valdi við að afla þessa hæfileika, veldur' það truflun á eðlilegri starfsemi líkamans, misræmi kemst á orkukerfið og afleiðingin verður óheilbrigt ástand. Fólk verður að læra að skilja, að það sem skiptir höfuðmáli er ekki það hvort menn húi vfir sálrænum hæfileikum, heldur hvefriig breytni þeirra er. Þegar okkur er orðið þetta ljóst, er okkur opin leið til þroska, við verðum það sem við viljum vérða óg smám saman fellur líf okkar í réttan farveg og sam- ræmist vonum okkar og óskum. Blaðam.: Hafa rannsóknir ySar og athuganir á sálrœnum hæfileikum h/ift áhrif á lífsviShorf ySar og skilning á tilverunni? Karagulla: Já, sjóndeildarhringur minn hefur víkkað mjög mikið, og í minum augum er maimeskjan ekki eins áþreifanleg og efnis- leg og áður. Núna lít ég á hana sem lifandi vitundarheild, samsetta úr mismunandi orkusviðum og jafnframt langtum rrierkilegra fyrirbæri en okkur hefur nokkurn tíma órað fyrir. Enn bíða margar uppgötvanir okkar á þessu sviði. Blaðam.: Hefur þetta haft áhrif á heimspekileg viShorf ySar gagnvart iifinu sjálfu? Karagulla: Já:;Ég sé læknisfræðina í breyttu ljósi. Það var erfitt fyrir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.