Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 58

Morgunn - 01.12.1976, Page 58
156 DK. MED. SHAFICA KARAGULLA mig að hverfa frá hefðbundnum skoðunum mínum og hug- myndmn um manninn og byrja að hugsa um hann sem lif- andi heild orkukerfa. Persónur með fjarskynjunarhæfileika og framsýnigáfu kollvörpuSu algerlega viðhorfum minum. sem höfðu mótasl af sjónarmiðum visinda og lækna. Blaðam.: Hvernig er alheimurinn frá yÖar sjónarmiSi? Karagulla: Hann er langtum flóknara fyrirbæri en ég hafði gert mér í hugarlund. i honum finnast mörg vitundarsvið. Heimspek- ingamir til forna sögðu, að vitundin væri árangur af samein- ingu anda og efnis eða lifsform. Það er svipað og ljós, sem myndast við sameiningu tveggja rafskauta. Vitundinni hefur oft verið líkt við ljós og liklegt er að þetta sé ástæðan fyrir þrieinuigu trúarbragðanna — faðir ■— móðir —- sonur. Sonurinn er þriðja mynd þessarar sameiningar anda og efnis og þessi kenning virðist mér ekki fjarri lagi. Vitundarsviðin byggjast þess vegna á því í hvaða mæli efni og andi sameinast. Ég hef þá tilfinningu að hver einstök pláneta hafi sérstaka vitund, hvort heldur það er jörðin, tunglið eða sólin. Og ef við förum að hugsa þannig, tekst okkur betur að skilja hinav fornu kenningar Hindúa. Þegar við álitum þá heiðna, voru þeir að tala um vitundarlíf, eins og það birtist á ýmsan hátt í tilverunni: J’eir voru i rauninni að tala um birtingu Guðs i mörgum myndum. Þetta er fjarri því að vera mín hugmynd, heldur er þetta uppgötvun hinna fornu spekinga og mér finnst hún augljós. Blaðam.: Hver er hugmynd ySar um GuS? Karagulla: Ég trúi því að voldug Vitund birti sig í jörð okkar og sól- kerfinu og öllum stjörnukerfum og þessa vitund nefnum við

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.