Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 68

Morgunn - 01.12.1976, Side 68
HKII.SULIND . . . 1ÍÍ6 efnum. Þetta er öllum deginum ljósara. Það þarf því engan að undra, þótt fólk sé farið að líta í kring urn sig eftir ráðum til þess að halda andlegu jafnvægi í þessu ölduróti haráttu og breytinga. Við þurfum að læra að kyrra hugann, svo við get- um varist ótta og fumi í lifsbaráttunni. Frá alda öðli hafa austrænar þjóðir kunnað ráð við þessu, en það er hugleiðsla. Áhugi vesturlandabúa hefur aukist mjög undanfarna áratugi á þessari aðferð, sem ýnisum hefur gefist mjög vel. Sökum streitu nútimans þarf fólk í auknum mæli á að halda réttri hvíld í sumarfríum sínum. Margir treysta sér tæplega í erilsöm ferðalög. Þetta fólk þarf í rauninni á and- legri uppbyggingu að halda og það hafa venjuleg gistihús ekki geta boðið uppá hingað til. En nú beíur verið gerð athyglisverð tilraun til þess að baita úr þessu- tJlfur Ragnarson, laiknir og Jón Sigurgeirsson, skóla- stjóri á Akureyri eru menn, sem árum saman hafa kynnt sér liinar andlegu hliðar mannsins og mikilvægi sálarfriðar í erils- sömu lífi nútimamannsins. Það er því engin tdlviljun, að ein- mitt þessir menn hafa beitt sér fyrir tilraun til þess að koma upp heilsulind eða hvildarstöð fyi'ir streituþjakað fólk, þar sem ka]ipkostað er að sjá dvalargestum ekki einungis fyrir líkam- legri hvíld og góðum beina, heldur er einnig hugað að and- legri velferð þeirra og uppbyggingu. Þessi tilraun var gerð síðastliðið sumar að Laugalandi í Eyjafirði. Dvalargestum ber öllum saman um það, að hér hafi vel til tekist og hér sé einmitt boðið það sem á hefur vantað annars staðar. Laugaland er staðsett í fögru umhverfi skammt innan við Akureyri. Þar er sundlaug og gott til gönguferða um nágrenn- ið. Matur er íburðarlaus en hollur. Það er einkum fernt sem aðgreinir þessa heilsulind frá öðrum hvildar- eða giststöðum svipaðs eðlis og dvalargestum stendur til boða ef þeir vilja: yoga-Ieikfimi, huglækningar, lifandi músík og hugleiðsla. Hið síðastnefnda er e. t. v. rnerkasta nýungin. Hún stendur i klukkustund á degi hverjum. Hún hefst jafnan með viðeig- andi tónlist. Hugleiðslunni er stjórnað af einum manni, sem i

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.