Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Side 71

Morgunn - 01.12.1976, Side 71
LEO JÚLÍUSSON, prófastur á Rorg á Mýrum: KYNLEG FYRIRBÆRI Á BORG Á MÝRUM Margt kynlegt hefur borið fyrir mig þau ár, sem ég hefi átt heima á Borg. Er þar um að ræða atvik og fyrirbæri, sem eru góðrar eða illrar ættar, en sum liver miklu fremur eins konar góðlátlegar glettur. Þannig er háttað óvæntri „heim- sókn“, sem ég fékk eitt sinn. Það var á öðru eða þriðja sumri mínu á Borg. Hafði ég þar sumarsvefnhús mitt og skrifstofu í fremur litlu herbergi í norðanverðu húsinu. Vissi annar glugginn á herberginu í norður, en hinn í vestur, rétt við álmu þá, sem byggð var út frá vestanverðu aðalhúsinu- Ég svaf jafnan út við vesturgluggann. Þá vakna ég við það nótt eina um óttuskeið, að barin eru nokkur högg fyrir utan og að því er mér heyrðist á járnklæddan vegg álmunnar. Hélt ég í fyrstu, að vindur væri á og eitthvað slæist í veggimr. Brátt varð mér þó ljóst, að svo mundi ekki vera. Enn voru barin nokkur högg, ekki mikil, og komu þau með jöfnu milli- bili, likt því, er barið er að dyrum. Var ég nú glaðvaknaður, reis upp og leit út um gluggann. Veður var fagurt og bjart, enda sá tíminn, þegar nóttlaust er á íslandi. Sé ég þá, hvar maður stendur fyrir utan gluggann. Hann var fremur grann- vaxinn og á hæð við meðalstóran dreng, 10 til 11 ára. Hann var klæddur í mórauð vaðmálsföt, með sauðskinnsskó á fót- um, sokkarnir girtir utan yl'ir buxurnar. Á liöfði hafði hann eins konar prjónahúfu, samlita fötunum. Er liann varð mín var. skælbrosti hann, horfði í augu mér andartak, sneríst á hæli, gekk vestur með álmunni og hvarf þar fyrir hornið. Hann stakk lítið eitt við á hægra fæti. Spratt ég fram úr og

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.