Morgunn


Morgunn - 01.12.1976, Page 79

Morgunn - 01.12.1976, Page 79
MORGUNN 177 21. jiiní, 1976. ER ÞETTA DULARFULLT FYRIRBÆRI? Föstudaginn 26. febrúar 1943 klukkan á milli 9 og 10 ár- degis fór ég eins og venja min var niður í miðstöðvarherbergið, lil þess að lífga eldinn í miðstöðinni, sem venjulega var lifandi að morgni, en í þetta sinn var alveg dautt í henni. Tók ég þá alla ösku og allt gjall út úr henni svo ekkert var eftir í mið- stöðinni. Af því að veðrið var gott, frostlaust og milt, hugsaði ég mér að ég skildi þá ekki kveikja upp þennan dag. Næsta dag laugardaginn 27. febniar fór ég svo niður í mið- stöð á líkum tíma og morguninn áður milli 9 og 10 árdegis, en þá brá svo kynlega við að það var eldur í eldstónni, en rist sem er fyrir framan eldinn venjulega, hafði ég lagt upp á mið- stöðina daginn áður og var hún þar sem ég skildi við hana. Setti ég svo nokkur dagblöð sem ég kom með niður til að kveikja upp með, inn í eldholið og varð eðlilegur logi. Lét ég svo kol á eldinn og logaði ágætlega. Enginn í húsinu hafði lagt eld i miðstöðina og enginn óviðkomandi gat komist inn i húsið, enda var snjóföl úti og engin spor lágu að húsinu. Tvær konur komu inn i miðstöðvarklefann föstudaginn 26. febrúar og sáu þær að enginn eldur var i miðstöðinni og að báðar hurðir á miðstöðvarkatlinum voru opnar. Þær höfðu þau orð yfir, að nú hefði drepist i miðstöðinni hjá Hannesi. Hannes FriSsteinsson. Mér barst þetta bréf í hendur í síðustu viku þegar verið var að grúska í gömlu dóti. Mér er þetta sjálfri mjög minnisstætt. Þess má geta að í húsinu bjuggu aðeins tvær fjölskyldur og var sér miðstöðvarkynding fyrir hvora íbúð f}TÍr sig og þessar miðstöðvar ekki staðsettar i sama herbergi. Dóra Hannesdótlir.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.