Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 10
10 8. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:30–19:30 í 4 vikur í senn. Þátttakendur geta mætt í alla opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið fá þátttakendur eina fría viku auk 15% afslátt af kortum. Upplýsingar og skráning hjá Ágústu í síma 772-1025. Eða á jogastudio.is Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com Byrjendanámskeið í jóga Nýtt byrjendanámskeið í jóga hefst mánudaginn 8. nóvember FRÉTTASKÝRING Hvernig mun öryggis- og viðbragðs- teymi gegn tölvuárásum sem stjórn- völd hafa ákveðið að stofna verja netkerfi landsins? „Oft er sagt að styrjaldir morgun- dagsins verði háðar á internetinu,“ segir Þorleifur Jónsson, forstöðu- maður tæknideildar Póst- og fjar- skiptastofnunar. Það eru þó ekki bara styrjald- ir sem vekja upp áhyggjur fyrir stöðu tölvuvarna hér á landi, því umfang tölvuglæpa margfaldast ár frá ári og hakkarinn í kjallar- anum er ennþá að smíða vírusa. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fela Póst- og fjarskiptastofn- un að koma á laggirnar öryggis- og viðbragðsteymi sérfræðinga sem geta fylgst með og brugðist við tölvuárásum og veikleikum í tölvukerfi landsins. Stefnt er að því að tveir til þrír sérfræðingar með sérhæfð- an tölvubúnað undirbúi viðbrögð stjórnvalda við tölvuvá. Þorleifur segir að sérfræðinga- teymið muni koma sér í samband við hagsmunaaðila hér á landi, til dæmis fjarskiptafyrirtæki, fjár- málafyrirtæki, fyrirtæki í orku- geiranum, stjórnsýslan og önnur þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki. Markmiðið er að geta brugðist hratt við verði gerð árás í gegnum netið á vefsvæði umræddra aðila. Öryggis- og viðbragðsteymið verður einnig tengiliður við sam- bærileg teymi á nágrannalönd- unum, enda alþjóðlegt samstarf í vörnum gegn tölvuárásum og tölvuglæpum afar mikilvægt, segir Þorleifur. Tölvuvarnir hafa verið tals- vert í umræðunni undanfarin ár. Atlantshafsbandalagið rekur nú miðstöð sem sérhæfir sig í tölvu- vörnum, og málið var rætt á fundi utanríkisráðherra Norðurland- anna á Norðurlandaráðsþingi hér á landi nýverið. Þorleifur segir að öryggis- og viðbragðsteymið verði að geta brugðist hratt við neyðarástandi. Ef til dæmis netárás verði gerð á fyrirtæki í orkugeiranum hér á landi verði þeir sérfræðingar sem sjái um öryggismál þar kallaðir til, þeir aðstoðaðir við að virkja varnirnar með fulltingi erlendra samstarfs aðila til að hrinda árásinni. Ýmsar ástæður geta legið að baki slíkri árás, allt frá óvinveittu ríki sem vill sýna mátt sinn, til tölvuglæpamanna sem nota tölvu- net sín í fjárkúgunarskyni. „Við höfum dæmi frá útlöndum um heilu ríkin sem hafa orðið fyrir árásum. Það er ekkert sem segir að við getum ekki orðið fyrir slík- um árásum líka, sérstaklega ef við erum veik fyrir,“ segir Þorleifur. Kostnaðurinn við að starfrækja öryggis- og viðbragðsteymi gæti numið á að giska 25 til 35 milljón- um á ári, segir Þorleifur. Það er lítill kostnaður samanborið við tjón sem gæti orðið af völdum árásar. Þorleifur nefnir sem dæmi að hundruð milljóna eða milljarða tjón gæti orðið ef harðskeytt árás yrði gerð á orkufyrirtæki eða fjármálafyrirtæki. Þá sé hægt að ímynda sér hversu miklu tjóni og álitshnekki íslenska ríkið gæti orðið fyrir lamist stjórn- sýslan eftir árás tölvuþrjóta. brjann@frettabladid.is Styrjaldir morgundagsins verða háðar á internetinu Póst- og fjarskiptastofnun mun á næstunni fá umboð stjórnvalda til að stofna öryggis- og viðbragðsteymi til að verja netkerfi landsins. Tjón eftir tölvuárás á Íslandi gæti numið milljörðum króna segir sérfræðingur. VARNARMIÐSTÖÐ Bandarísk stjórnvöld taka tölvuvarnir afar alvarlega. Íslenskt öryggis- og viðbragðsteymi með tveimur eða þrem- ur sérfræðingum virkar lítið í samanburði, en getur fengið aðstoð frá erlendum ríkjum komi upp neyðartilvik. NORDICPHOTOS/AFP Sameiginleg viðbrögð ESB-ríkja æfð Tölvuöryggi er mikið í umræðunni þessa dagana, sér í lagi eftir að álagsárás (e. Distributed Denial of Service attack) var gerð á netkerfi Búrma. Árásin hófst í október, en náði hámarki fyrir helgi, nokkrum dögum fyrir kosningar sem fram fóru í landinu á sunnudag. Haldin var sameiginleg evrópsk æfing í viðbrögðum við tölvuárásum í síðustu viku. Öll 22 aðildarríki Evrópusambandsins, auk Noregs, Sviss og Íslands tóku þátt í æfingunni. Evrópska tölvu- og upplýsingaöryggisstofnunin (e. European Network and Information Security Agency, ENISA) hafði yfirumsjón með æfingunni. Stofnunin var sett á fót til að aðstoða aðildarríki Evrópusambandsins í viðbrögðum við tölvuárásum. Á æfingunni var látið reyna á hvernig hægt væri að bregðast við árásum sem takmarka notkun á mikilvægum tölvukerfum sem þjóðir eru farnar að reiða sig á í sífellt meira mæli. Mikilvægur þáttur var að kanna hvernig gengi að samhæfa varnir milli landa, bæði til að láta vita af árásum og bregðast sameiginlega við þeim. Við höfum dæmi frá útlöndum um heilu ríkin sem hafa orðið fyrir árásum. Það er ekkert sem segir að við getum ekki orðið fyrir slíkum árásum líka. ÞORLEIFUR JÓNSSON FORSTÖÐUMAÐUR TÆKNIDEILDAR PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUNAR NADIA MACRI Útdráttur úr yfirheyrslum yfir henni var birtur í ítölskum fjölmiðl- um. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, er enn á ný í kastljósi fjölmiðla vegna fram- hjáhalds og kvennamála. Hann hefur hingað til getað hrist af sér alla umfjöllun af því tagi og haldið áfram að brosa breitt framan í þjóðina. Að þessu sinni hefur lögreglan yfirheyrt vændiskonu, Nadiu Macri, sem segir að allt að þrjá- tíu konum, sumum aðeins sautj- án ára, hafi verið boðið í veislu í glæsihúsi Berlusconis á Sardin- íu fyrir tveimur árum, þar sem þeim hafi meðal annars staðið fíkniefni til boða. Ítölum virðist mörgum hverj- um nú nóg boðið, ekki síst vegna viðbragða forsætisráðherrans, sem sagði: „Það er betra að elska fagrar stúlkur en homma.“ - gb Nýjar sögur af Berlusconi: Mörgum Ítöl- um nóg boðið FÓLK Unglingar í 10. bekkjum grunnskóla segjast neyta mun sjaldnar áfengis nú heldur en fyrir 12 árum. Í könnunum sem Rann- sóknir og greining hafa fram- kvæmt árlega meðal tíundubekk- inga síðastliðin tólf ár sést að áfengisneysla hefur dregist veru- lega saman. Árið 1998 sögðust 42 prósent unglinga hafa orðið ölvuð einhverntímann síðustu 30 daga, en 14 prósent árið 2010. Sambærilegar niðurstöður fást þegar spurt er um reykingar og eru þetta með lægstu tölum sem þekkjast meðal unglinga í Evrópu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Forvarnardagurinn var haldinn í fimmta sinn í öllum grunnskólum landsins í síðustu viku. Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Banda- lag íslenskra skáta, Reykjavíkur- borg, Háskóla Íslands og Háskól- ann í Reykjavík. Rannsóknir á vegum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík hafa sýnt fram á að þeir ungling- ar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að neyta fíkni- efna. Þeir unglingar sem stunda skipulagt tómstundastarf eru síður líklegir til að neyta fíkniefna. - sv Breytt mynstur hjá unglingum á grunnskólaaldri: Neyta sjaldnar áfengis JÓN FLYTUR FORVARNARÁVARP Borgarstjóri flutti ávarp þegar forvarnardagurinn var settur í Foldaskóla á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HÖFUÐ SETT Á KRIST Stærsta Krists- líkneski heims, 58 metra hátt með 24 metra faðmlengd, er risið í Swie- bodzin í Póllandi. Svipaðar styttur í Brasilíu og Bólivíu eru 33 metra háar. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.