Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 8. nóvember 2010 15 Norræna bókasafnsvikan er nú haldin hátíðleg í fjórtánda sinn í bókasöfnum um land allt og í nágrannalöndunum. Dagskráin er fjölbreytt að vanda þar sem lesnir verða textar út frá þemanu fantasía og töfrar í nor- rænum bókmenntum og ýmis atriði því tengd verða í boði. Textar ársins eru Låt den rätte komma in eða Hleyp þeim rétta inn eftir sænska rithöfundinn John Ajvide Lindqvist, Völuspá, Dóttir ávítarans eftir dönsku skáldkon- una Lene Kaaberbøl og Sagan af bláa hnettinum eftir rithöfundinn Andra Snæ Magnason. Tilgangur Norrænu bókasafns- vikunnar er að glæða hina gömlu norrænu sagnahefð lífi og er sami texti lesinn upp á sama tíma í öllum bókasöfnunum. Allt að 100 íslensk bókasöfn eru skráð til þátt- töku í ár og alls eru þau um 1.500 á Norðurlöndunum og í Eystrasalts- ríkjunum. Þess má geta að upphaf bóka- safnsvikunnar markaði jafnframt lok norrænu listahátíðarinnar Ting í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um Norrænu bókasafnsvikuna, þema og texta vikunnar má nálgast á www.bibliotek.org/ - jbá Fantasía og töfrar í bókmenntum Tríóið VEI, sem skipað er Valgerði Andrésdóttur píanóleikara, Einari Jóhannessyni klarínettuleikara og Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópran- söngkonu, býður til tónlistarveislu í samvinnu við Listasafn Reykja- víkur á Kjarvalsstöðum á miðviku- dag klukkan 20. Þau munu þar flytja einleiks- og kammerverk eftir Stravinskí, Rachmaninoff, Glinka, Lutoslaw- ski og Schubert. Gestaspilari á tón- leikunum er fagottleikarinn Rúnar Vilbergsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðinn kostar 1.500 krón- ur, en 500 krónur fyrir nemendur, öryrkja og eldri borgara. - fsb VEI spilar á Kjarvalsstöðum VEI Tríóið dregur nafn sitt af upphafs- stöfum liðsmannanna, Valgerðar, Einars og Ingibjargar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Vínþjónasamtök Íslands hafa und- anfarin sex ár afhent Gyllta glas- ið, verðlaun sem vín fá sem hafa verið smökkuð blint af vínþjónum og fagfólki. Að þessu sinni var dómnefnd öflugri en ella því bestu vínþjónar Norðurlanda og forsetar Vínþjóna- samtakanna á Norðurlöndum, sem voru staddir hér á landi fyrir Norð- urlandamót vínþjóna, tóku þátt. Þau vín sem máttu keppa um Gyllta glasið urðu að uppfylla viss skilyrði. Þau áttu að vera í verð- flokki frá 1.790 kr. til 3.000 kr. og máttu koma frá öllum heiminum. 120 vín skiluðu sér og voru blindsmökkuð. Fimmtán vín hlutu Gyllta glasið, fimm hvít og tíu rauð. Þau þykja gefa ágætis mynd af því besta sem fæst á landinu. Gyllta glasið gildir svo um þann árgang sem dæmdur var en vínin eru merkt með límmiða í Vínbúðum. Vínþjónasamtökin verða með boð í dag á Dill Restaurant í Norræna húsinu, milli klukkan 17 og 18. Þar er hægt er að smakka vínin sem hlutu Gyllta glasið. Tilkynna þarf þátttöku fyrirfram. Fimmtán vín fá Gyllta glasið RAUÐVÍN Fimmtán vín hlutu Gyllta glasið í blindsmökkun. Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is ISO 27001 Umvafin öryggi hjá sérfræðingum Skyggnis Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is Gögnin mín eru örugg því Skyggnir tryggir mér: MIKIL ÞÁTTTAKA Allt að 100 íslensk bókasöfn taka þátt í Norrænu bókasafnsvikunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.