Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2010, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 08.11.2010, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 8. nóvember 2010 17 Frumsýningu söngleiksins Spider man á Browadway eftir Bono og The Edge úr U2 hefur verið frestað. Söngleikurinn átti að hefjast í New York 14. nóv- ember en núna hefur uppfærsl- unni verið frestað um að minnsta kosti viku. Samkvæmt fregnum vestanhafs eru æfingarnar ekki komnar nógu langt á veg til að Spiderman geti farið á fjalirnar. Svo gæti meira að segja farið að söngleikurinn verði ekki frum- sýndur fyrr en í desember eða snemma á næsta ári. Bono og The Edge sömdu tónlistina við söng- leikinn en hafa ekki tekið þátt í æfingaferlinu. Spiderman frestað BONO OG THE EDGE Söngleiknum um Köngulóarmanninn hefur verið frestað. Bræðraborgarstíg 9 D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Átök í goðheimum Þór Óðinsson á sér þá ósk heitasta að verða vígður inn í goðheima en lendir í ógöngum og þarf að kljást við öfluga óvini. Fyrr en varir er allt líf í mannheimum og goðheimum í uppnámi og af stað fer æsispennandi atburðarás! Mögnuð saga úr goðheimum, skrásett af Friðriki Erlingssyni. Alþjóðleg teiknimynd um Þór væntanleg! SAGN AARFURIN N LIFN AR VIÐ Bækur ★★★★★ Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Strandamenn hafa undanfarin ár ræktað sérkenni sín og kynnt þau af miklum dugnaði og hugmynda- ríki fyrir öðrum landsmönnum. Af Ströndum koma galdramenn eins og öllum ætti að vera orðið kunn- ugt og þar er stundað hrútaþukl af meiri áhuga og þekkingu en víð- ast hvar annars staðar á landinu. Af Ströndum koma líka þekkt- ir sagnamenn og þaðan kemur Bergsveinn Birgisson. Allt skiptir þetta máli fyrir nýj- ustu skáldsögu Bergsveins, Svar við bréfi Helgu. Þetta er stutt saga, alltof stutt finnst manni þegar dregur að lokum lestrar. Öll sagan er í formi bréfs sem skrifað er til konu sem heitir Helga eins og titillinn ber með sér. Bréfritar- inn er ekkill sem farinn er að nálg- ast nírætt, ástmaður Helgu, sem hefur notið með henni skamm- vinnrar og forboðinnar sælu utan hjónabanda þeirra beggja á tíma- bili sem hann kallar „fengitíð lífs síns“. Saga elskendanna er ein- föld í sniðum, harmleikur tveggja mannsæva þarf ekki að felast í stóratburðum eða hamförum sem vekja athygli annarra. En í sögunni birtast líka djúpstæðar andstæður milli heimahaganna og borgarinn- ar, nútímans og neyslumenningar hans annars vegar og nægjusemi gamla samfélagsins hins vegar. Sögumaður er íhaldssamur, og sagan öll er óður til gamla sam- félagsins án þess að verða nokk- urn tíma fyrirsjáanleg eða breyt- ast yfir í ómengaða fortíðarþrá eða nostalgíu. Ástarsagan og samfélagsmynd sögunnar eru sterk og áhrifa- mikil. En það er stíll sögunn- ar og tungutak sem gera hana að þeirri lestrarnautn sem raun ber vitni. Bergsveinn endurreis- ir í sögunni tungumál sem er lík- lega orðið flestum framandi. Það er megn hrútalykt í þessari sögu og það er hér meint sem hreint og ómengað hrós. Sögumaður er fjár- bóndi og forðagæslumaður í sinni sveit, tungutak hans er mettað af tali um sauðfé og sköpulag þess en það er líka eins og dregið út úr landslagi og umhverfi bónda á afskekktri strönd sem lifir lífi sem er ekki nema einu skrefi frá algerum sjálfsþurftarbúskap. Sagan er holdleg og á köflum ögr- andi þar sem renna saman líkam- ar manneskjanna og sauðkindar- innar þannig að varla verður skilið á milli. Fyrir mér voru endurfundir við orðræðu kynbóta á sauðfé endur- fundir við tungumál fortíðar og þannig er það líklega fyrir fleiri sem koma úr sveit eða hafa dval- ið þar langdvölum. En ég velti því fyrir mér hvort lestur sögunnar geti ekki verið ennþá magnaðri upplifun fyrir þann sem aldrei hefur lesið lýsingar á kynbóta- hrútum, aldrei „verið í sveit“ eða átt þar heima. Stíllinn á Svari við bréfi Helgu er framandlegur og bragðsterkur, hann sækir kraft sinn í tungutak sem er mörgum horfið og enn fleiri hafa aldrei þekkt. Þetta tungumál lifnar við í sögunni, færir með sér lykt, bragð og áferð úr öðrum tíma. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Svar við bréfi Helgu er sjaldgæf perla þar sem nútíð og fortíð, borg og sveit mætast og renna saman í óviðjafnanlegum texta. Lykt og bragð af liðnum tíma BERGSVEINN BIRGISSON „Bergsveinn endurreisir í sögunni tungumál sem er líklega orðið flestum framandi,“ segir í ritdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.